Forleikurinn getur verið margbreytilegur og aldrei eins. Forleikur getur verið orð, snerting, augnaráð, kossar, leikir og fleira þess háttar. Forleikurinn gefur líka þér og mótaðilanum tækifæri á að kanna líkama hvors annars fyrir kynmök. Þú upplifir þig nánari hinum aðilanum og þú færð betri skilning á hversu tilbúinn hann/hún er fyrir kynmök.
Þegar kona verður kynferðislega örvuð þá framleiðir hún eigið “sleipiefni” sem gerir hana tilbúnari til að taka á móti limnum og leggöngin opnast aðeins sem auðvelda innkomu. Það er því nauðsynlegt að stunda forleik.
Margar konur líkja forleiknum við ísjaka þar sem kynlífið er tindurinn sem stendur uppúr en forleikurinn er allt það sem er undirliggjandi og sést ekki.
Það er ekki til nein ákveðin uppskrift af forleik en ég mæli með að gera bara það sem ykkur finnst gott og kemur ykkur til. Þetta klassíska er að liggja saman og kyssast og snerta hvort annað. Dimma ljósin og setja góða tónlist á. Það er gott að vera leiðbeinandi, segja honum og stýra honum við að kenna honum hvað þér finnst gott. Einnig ef hann er harðhentur eða klaufalegur við þetta.
Þegar geirvörtur verða harðar, snípurinn stækkar og öndun verður hraðari þá er kona orðin kynferðislega örvuð.
Það er mjög mismunandi hvað konur blotna mikið og er það hormónatengt. Sumar sem eru á pillunni blotna ekki mikið og þá er um að gera að nota olíu eða sleipiefni eða hreinlega munnvatn. Það er nefninlega aldrei gott að reyna troða limnum inn ef nægileg bleyta er ekki fyrir hendi.
Hérna koma svo nokkur ráð í forleik......