Í Arizona State University voru 20 konur fengnar til að svara spurningum. Þó svo að þetta séu nú ekki margar konur þá voru þær á öllum aldri, fjölbreyttir kynþættir, trú og einnig voru í hópnum lesbíur. Eitt sem skal hafa í huga, allar þessar konur samþykktu að taka þátt í rannsók sem snérist að kynlífi.
Allar konur stunda sjálfsfróun – að minnsta kosti allar þessar konur.
Allar 20 konurnar sögðust stunda sjálfsfróun eða hafa gert það einhvern tíman á lífsleiðinni. Svörin voru allt frá fáeinum skiptum, til einu sinni á dag.
Kynlífsleikföng eru inn í dag – 18 af þessum 20 konum notuðu kynlífsleikföng annað hvort einar eða með sínum maka eða kærasta/u.
Hvað gera aðrar konur í rúminu- flestar konurnar sem tóku þátt í þessari könnun sögðu að þær héldu að þegar aðrar konur notuðu kynlífshjálpartæki eins og víbrator að þá myndu þær stynga honum á kaf í leggöngin eða settu fingurnar inn í leggöng á meðan þær fróuðu sér. En það sem áhugavert er, að margar af þessum konum sögðu að þær næðu ekki fullnægingu á þann hátt. Það þyrfti að örva snípinn til að ná hámarks unaði. Já, gott að vita að það er engin “normal” leið til að fróa sér. Bara gerðu það sem þér þykir gott.
Finnst þér þetta taka of langan tíma- þó þessar konur hafi allar verið afar jákvæðar í garð sóló sex að þá var samt smávegis pirringur yfir þessu. Eins og t.d þegar þær næðu ekki fullnægingu í kynlífi og þyrftu að klára sjálfar.
Sumar konur halda ennþá að sjálfsfróun sé bara fyrir karlmenn – fáeinar konur í könnuninni sögðu að karlmenn væri frekar líklegri til að fróa sér, eða að minnsta kosti líklegri til þess að gera það reglulega. Sumar sögðu einnig að þær fróuðu sér fyrir framan bólfélagann bara fyrir hann en ekki fyrir sig sjálfa. Já, þetta finnst mér nú hallærislegt því að kona sem fróar sér fyrir karlmann á að njóta þess að gera það og passa upp á að fá það líka.
Sjálfsfróun gerir þig hamingjusama – margar af konunum í könnuninni sögðu að sóló kynlíf væri góð leið til að læra vel á líkamann. Þær sögðu einnig að sjálfsfróun fylgdi fleira gott en bara fullnægingin. Þær fundu fyrir mikilli hamingju og unaði. Þær voru hressari, lausar við stress og þekktu líkama sinn miklu betur. Og svo auðvitað... fullnægingin!
Heimildir: womenshealthmag.com