Fara í efni

5 góðar ástæður fyrir því að konur eigi að stunda meiri sjálfsfróun

Sjálfsfróun er oft talin vera tabú og þá sérstaklega sjálfsfróun kvenna. En sannleikurinn er sá að sjálfsfróun kvenna hefur afar góð áhrif á heilsuna.
Stundar þú sjálfsfróun?
Stundar þú sjálfsfróun?

Sjálfsfróun er oft talin vera tabú og þá sérstaklega sjálfsfróun kvenna. En sannleikurinn er sá að sjálfsfróun kvenna hefur afar góð áhrif á heilsuna.

Hérna eru nokkrar ástæður afhverju konur ættu að stunda sjálfsfróun oftar.

Sjálfsfróun styrkir sjálfstraustið

Það að fróa sér gefur þér ákveðið frelsi og lætur þér líða vel með sjálfa þig. Sjálfsfróun og fullnæging hjálpar þér að hafa stjórn á þínum líkama og þar af leiðandi eykur sjálfstraustið.

Hjálpar þér að þekkja þinn líkama betur

Að stunda sjálfsfróun leyfir þér að láta hugann reika inn í fantasíur sem að þú myndir annars ýta frá þér. Þetta hjálpar þér að þekkja hvað það er sem að kemur þér til.

Bætir geðheilsuna

Rannsóknir hafa sýnt að sjálfsfróun losar um stress og spennu úr líkamanum. Efnin sem að leysast úr læðingi á meðan á þessari unaðs athöfn stendur hjálpa þér að losna undan þundlyndi á náttúrulegan hátt. Sjálfsfróun eykur einnig losun á hormónum, dópamíni og epinephrine sem að kemur þér í gott skap.

Eykur á kynferðislegt heilbrigði

Á meðan á sjálfsfróun stendur er konan að þjálfa mjaðma svæðið sem gerir það að verkum að legið dregst saman og lyftist. Þetta styrkir legvöðvann. Einnig hjálpar þetta til við að halda góðum raka í kynfærum og hreinsar út slæmar bakteríur sem geta orsakað sýkingar.

Gerir svefninn betri

Sjálfsfróun virkar einnig eins og náttúrulegt efni fyrir góðan nætursvefn. Þegar þú fróar þér þá losnar um hormóna sem að róa þig og hvetja þannig til þess að þú sefur betur.

Heimildir: healthmeup.com

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?