Ég rakst á grein eftir höfund sem kallar sig Marrie Lobel á Huffington Post fyrir skömmu. Sú hin sama virðist þaulreyndur pistlahöfundur, vakti athygli mína og meðan ég renndi augunum yfir grein hennar, varð mér á að svara Marrie í léttum tón, diskótera innihaldið og velta því fyrir mér hvernig ég hefði farið með sömu efnistök.
Marrie drepur á sex lífseigum mýtum um konur sem njóta kynlífs. Hér á eftir fer samtal okkar sem ég rakti í huganum meðan ég las yfir orðin og velti upp valmöguleikunum:
Eins sykurhúðað og svarið er (Marrie gerir ráð fyrir að konur sem frjálst kynlif hljóti að vera uppfullar af sjálfstrausti og að þær sömu vaði í „leikfélögum“) þá erum við á sama máli þegar að valfrelsi kvenna í rúminu kemur. Fullorðnar konur sem skipta oftar um bólfélaga og iðka „frjálslegt kynlíf“ eru ekki endilega auðveldari bráð. Ég er sammála greinarhöfundi þar sem hún segir: „.. konur gera talsverðar vitsmunalegar og líkamlegar kröfur til bólfélaga sinna.“
Mín skoðun: Sterk kynlöngun gerir konu ekki endilega að auðveldari bráð. Þvert á móti eru konur sem iðka frjálslegt kynlíf með fleiri bólfélögum oftar en ekki afar vandlátar, meðvitaðar um eigin þarfir og vita upp á hár hvernig þær eiga að fullnægja eigin hvötum.
Marrie vill meina að svarið sé vandmeðfarið og þar er ég á sama máli. Í grein sinni vekur hún athygli á því að fjölmargir einstaklingar með geðræn vandamál og einnig þeir sem glími við tilfinningalegan vanda iðki oft tilraunakennt lauslæti, en að hafa verði í huga að slíkt fjöllyndi einskorðist við geðvanda þeirra sömu, en sé ekki orsök veikindana. Að gera verði greinarmun þarna á milli og að fjöllyndi sé ekki alltaf vottur um andleg veikindi.
Mín skoðun: Heilbrigðar, einhleypar og fullvaxta konur sem stunda frjálslegt kynlíf eru oft í mun sterkari tengslum við líkamlegar þarfir sínar. Þær hinar sömu virðast oft búa yfir munúðarfullu sjálfsöryggi og eru ófeimnar við að láta skoðanir sínar í ljós. Kona sem er ófeimin við að hlusta eftir eigin þörfum og fullnægja þeim um leið, er frjáls í eðli sínu.
Marrie vitnar hér máli sínu til stuðnings í ágæta Wikipedia grein þar sem hún vísar tilfjölkvænismenningar kvenna og bendir réttilega á að konur hafi oftar en ekki tekið sér fleiri en einn eiginmann í menningarsamfélögum til forna. Sjálf vill ég meina að sú tilgáta að konur búi yfir minni kynhvöt en karlmenn sé fjarstæðukennd þvæla; bæði kynin eru gædd löngun til nándar og lostinn er eðlilegur hluti af lífinu.
Mín skoðun: Hér spila fastmótuð hlutverk kynjanna og æskileg félagsleg hegðun kvenna stórt hlutverk. Konur eiga að vera prúðar og eiga á hættu að vera úthrópaðar fyrir saurlífi ef þær láta „grófar og líkamlegar langanir“ í ljós. Bæði kynin búa yfir sambærilegri löngun til nándar. Konum er vel kleift að njóta kynlífs án þess að tilfinningar komi við sögu, en fara oft leynt með langanir sínar af ótta við áfellisdóma samfélagsins.
Hér bendir Marrie á að rannsóknir hafi sýnt fram á að bæði kynin þrái til jafns að eignast maka; að ótryggð í hjónabandi sé oftast vegna þess að konur hafi töglin og haldirnar í svefnherberginu og að karlar leiti oft út fyrir heimilið vegna kynsveltis heima fyrir, en orsökina fyrir framhjáhaldi kvenna megi oft finna í tilfinningalegri höfnun af hálfu maka.
Mín skoðun: Ég verð alltaf örlítið skeptísk þegar alhæfingar um orsakir framhjáhalds eru nefndar. Að mínu mati spannar gráskali tilfinningalífsins allt rófið og það er ekkert til sem heitir svart og hvítt, skarpar línur og rétt eða rangt þegar að ótryggð kemur. Konur sækjast líka eftir spennulosun, ævintýraþráin getur yfirbugað bæði kynin og karlmenn eru langt frá því að vera einir um að þekkja hrátt og seiðandi kall lostans. Og þó einhleyp kona njóti kynlífs og iðki einhleypan lífsstíl er frástæðukennt að ætla að sú hin sama geti ekki átt í föstu sambandi og bundist tryggðarböndum.
Hverjum þykir sinn fugl fagur, þú fröken ameríski greinarhöfundur. Ég læt lesendum það eftir að meta hvort umrædd staðreynd er svo vel þekkt á meginlandi Evrópu, en minni einnig á að íslenskar konur hafa löngum verið taldar fjöllyndar. Og sænskar konur virðast okkur enginn eftirbátur þegar að kynferðislegu frjálslyndi kemur. Nema þær norsku séu enn ágengari. Og hvað var þetta aftur um kynlífssenuna í Danmörku? Fara svo ekki Finnar í gufu á öllum tímum sólarhrings? Berrassaðir og fínir, umkringdir fögrum, flissandi fljóðum? Konur eru búsettar í öllum löndum heims. Og vel á minnst; kunna allflestar að meta líkamleg atlot undir réttum kringumstæðum með ákjósanlegum bólfélaga.
Ó, þú tvíeggja sverð klámiðnaðarins; hversu nærri þú hefur hoggið erótískum lendum. Án þess að vilja vitna í bandarískar rannsóknir á kynhegðun háskólastúdenta (sem gjarna er vitnað til þegar umfjallanir um kynlíf ber upp) né telja á fingrum mér hversu marga elskhuga raunhæft er að ætla að meðalkonan hafi átt á sínum yngr æviárum, get ég þó tekið undir þau orð að engu skiptir í raun þó konur iðki frjálslegra kynlíf en mæður þeirra gerðu fyrir nokkrum árum.
Ég læt Marrie sjálfa slá botninn í umfjöllunina, en hún segir í grein sinni: „Svo lengi sem kona skilur í hvaða tilgangi hún er að iðka kynlíf, ástundar frjálst og óhindrað kynlíf með samþykki beggja og gætir líkamlegri heilsu sinni með því að nota smokkinn … því ætti þá umheimurinn að kæra sig kollóttan um uppskrúfað siðprýði hinnar sömu?“
Höfundur greinar er Klara Egilson.
Grein fengi af vef hun.is