Rhett Butler sagði við Scarlett O'Hara í Gone with the Wind: "You should be kissed and often. And by somebody who knows how".
Það kemur ekkert á óvart að flestum finnast kossar góðir, það er nefnilega stórt svæði í heilanum sem er tileinkað tilfinningum sem koma frá vörunum, þetta svæði er stærra en svæðið sem tilheyrir líkamanum öllum. Og ekki bara það, 5 af 12 aðal taugum í höfðinu fara á flug á meðan kossinn stendur yfir.
"Kossar hafa afar mikla örvandi tilfinningu á hluta heilans. Mikið magn af líffræðilegum upplýsingum virðist vera sent til heilans þegar þú kyssir. Þetta gæti verið orsökin fyrir því að kyssa ókunnuga getur örvað þig eða bara alls ekki á örskotsstundu" segir Helen Fisher prófessor við Rutgers University í Bandaríkjunum og höfundur bókarinnar Anatomy of Love.
Góðar fréttir fyrir elskendur eru þær að virkja þessa taugaenda í kossi gefur heilanum merki um að framleiða meira af oxytocin sem er hormón sem fær okkur til að róast og líða vel.
Aukið magn af oxytocin má einnig kalla fram með nuddi, það má eiginlega segja að kossar losi okkur við stress á sem náttúrulegastan máta.
Fisher vill samt vara við því að það skiptir máli í hvaða merkingu verið er að kyssa. Fyrsti koss milli aðila losar um dópamín og norepinephrine sem eru tvö náttúruleg örvandi efni sem líkaminn framleiðir þegar við upplifum eitthvað nýtt.
"Rosalega ástríðufullir kossar eru mjög líklega ekki róandi" segir Fisher.
Wendy Hill er prófessor við Lafayette Háskólann í Pennsylvania í Bandaríkjunum og hún hefur mikið verið að rannsaka kossa og hún gerði mælingar á losun á oxytocin í blóði og munnvatni hjá pörum. Það sem kom henni mest á óvart var að þetta efni eykst hjá karlmönnum en virðist lækka hjá konum.
Aðrir kostir kossa.
Það geta líka verið aðrir kostir við það að kyssast. Aukið munnvatn sem myndast getur gert gott fyrir tannheilsuna og þeir sýklar sem blandast í kossum geta styrkt ónæmiskerfið.
Góður ástríðufullur koss eykur efnaskipti og 30 vöðvar í andlitinu fá góða æfingu. Það má eiginlega segja að kossar hjálpa til við að léttast og styrkja andlitsvöðvana og minnka líkur á hrukkum en til þess að ná þessu þá þarf þú að eyða mestum hluta dagsins í það að kyssa.
Vellíðan.
Sú vellíðan sem kossar framkalla er eingöngu líkamleg. Þó sumir vilja meina annað. Pör sem kyssast bless á morgnana áður en haldið er af stað í vinnu eru minna líklegri til að lenda í árekstri, þau taka færri veikindadaga, fá hærra kaup og lifa lengur en þeir sem kyssa minna, já eða ekki neitt. Hvers vegna þetta er svona getur enginn útskýrt frekar.
Enga kossa takk.
Ekki eru allir kossar velkomnir. Lifrabólga B, Herpes eða frunsur geta smitast með kossum. En örvæntið ekki, flestir vírusar sem smitast við kossa eru kvef pestir sem hafa afar lítil áhrif á heilsuna þannig séð.
Fleira mjög skemmtilegt á áhugavert um kossa má svo lesa HÉR.