Fara í efni

Kynferðisleg viðbrögð kvenna

Hvað eru kynferðislegar tilfinningar?
Kynferðisleg viðbrögð kvenna

Hvað eru kynferðislegar tilfinningar?

Kynferðislegar tilfinningar eru eðlislægar og hluti af tilverunni. Bænir, formælingar eða kaldir bakstrar geta ekki fjarlægt kynferðislegar kenndir eða hindrað að þær komi fram á einhvern máta.

Kynlíf er jafn eðlilegur og nauðsynlegur þáttur í tilverunni og hungur og þorsti, og grundvallast af þörf sem er lífinu nauðsynleg. Kynlíf er konum eins eðlilegt og körlum. Konur finna eins mikið og oft til löngunar og karlmenn bara ekki alltaf á sama tíma og karlarnir og ekki á þeirra forsendum.

Sumum körlum gengur heldur illa að skilja þetta. Og þar sem kynlöngun er eðlislæg er hætt við misskilningi ef kynin er ekki gripin löngun til kynlífs á sama tíma

Eins kemur iðulega fyrir að konuna langi til að stunda kynlíf en karlinn sé sljór. Þetta er að sjálfsögðu alveg jafn eðlilegt. Hún verður þá að sætta sig við það, að minnsta kosti um stundarsakir.

Hvað er kynferðisleg örvun?

Kynferðisleg örvun verður fyrir áhrif frá umhverfinu. Hún getur orsakast af einhverju sem konan sér, heyrir, les eða finnur fyrir með líkamlegri snertingu.

Tilhugsunin ein getur dugað til. Konur geta auðveldlega fundið fyrir kynferðislegum hvötum, og blotnað að neðan og skynjað yl í kroppnum – án þess að nota hendur eða önnur hjálpartæki, með því einu að loka augunum og hugsa um eitthvað kynferðislega örvandi.

Hver eru kynferðisleg viðbrögð kvenna?

Kynferðislegum viðbrögðum kvenna má skipta í þrennt: Fyrst verður örvunarstigið þar sem kynferðisleg örvun fer vaxandi. Síðan kemur stig fullnægingar og slökunarstigið að lokum.

Þetta byrjar með vellíðan, húðin hitnar og vöðvaspenna verður þægileg. Blóð streymir til kynfæranna og skapabarmarnir þrútna. Snípurinn stækkar frá því að vera á stærð við baun og til tvöfaldrar þeirrar stærðar. Hægt er að finna hvernig skaftið á snípnum, sem finna má gegnum húðina að framan eða yfir snípnum verður fastara og þykknar aðeins.

Konur geta fundið að þær blotna milli skeiðarbarmanna, því að smyrjandi slím kemur úr litlum kirtlum og skeiðin gefur frá sér vökva. Hjá sumum konum líður aðeins hálf mínúta frá því að kynörvun hefst og þar til slímhimnur verða rakar.

Samtímis eykst púls og blóðþrýstingur. Finna má hjartslátt í æðunum, einnig að neðan og kringum snípinn. Liturinn á slímhimnunni, og þá sérstaklega skapabörmunum, verður dekkri og getur orðið nánast purpurarauður.

Brjóstin þrútna líka en meira hjá sumum konum en öðrum. Geirvörturnar geta einnig þrútnað og orðið stinnar.

Smám saman nær hin kynferðisleg örvun hámarki. Neðsti þriðjungur skeiðarinnar þrútnar, en efsti hluti hennar víkkar sig út. Legið lyftist uppávið og stækkar.

Skaftið á snípnum minnkar hins vegar og ysti hluti snípsins getur hulist í þrútnuðum skapabörmunum.

Öndun verður hraðari, húðin á líkamanum og í andlitinu verður litríkari og heitari. Konan fer ef til vill að svitna. Vöðvaspennan eykst allt frá andliti og niður eftir líkamanum.

Smám saman verður kynferðislega spennan svo mikil, að fullnægingin er skammt undan. Að lokum er ekki hægt að halda aftur af henni. Vöðvar í skeiðinni og í mjaðmargrindarholi dragast saman í taktföstum, ósjálfráðum hreyfingum með sekúndu millibili í 3-12 sekúndur og fjara hreyfingarnar síðan út.

Á sama tíma verða samdrættir í leginu, og hugsanlega allt aftur að endaþarmi.

Einnig getur meðvitundin minnkað lítillega, öndunin hægst um stund og sumar gefa frá sér ósjálfráð hljóð við þessa mögnuðu, unaðslegu upplifun.

Er fullnæging allra kvenna eins?

Fullnæging kvenna birtist í mörgum myndum og er fjölbreyttari en karla, hún er síbreytileg eftir því hvaða örvun leiðir til fullnægingar. Talað er um snípfullnægingu, sem mun vera talsvert frábrugðin skeiðarfullnægingu. Snípfullnæging verður gjarnan við sjálfsfróun og aðra fróun en skeiðarfullnæging verður við samfarir. Það er einstaklingsbundið hvað hverjum líkar best sumir finna engan mun.

Hvað er G – bletturinn?

Til eru þeir, sem telja að þriðja gerð fullnægingar verði við örvun á svokölluðum G-bletti, sem nefndur er eftir þýsk-amerísum kvenlækni að nafni Gräfenberg.

Samkvæmt kenningum hans og uppgötvunum hafa sumar konur sérlega næmt svæði nokkrum sentimetrum innan við skeiðaropið. Bletturinn liggur í framvegg skeiðarinnar, rétt við þvagrásaropið.

Ef G-bletturinn er örvaður kynferðislega, fær konan sérlega kraftmikla fullnægingu og lætur frá sér vökva, sem líkist sæðisvökva karla. Enn eru skiptar skoðanir um tilvist G-blettsins og hlutverks hans.

Hvað gerist eftir fullnæginguna?

Eftir fullnæginguna finna konur fyrir innilegri ánægjutilfinningu og ró og það slaknar á líkamanum og vöðvum hans. Blóðþrýstingur lækkar og það hægist á púls og öndun. Þrotinn í brjóstunun minnkar og geirvörturnar verða aftur mjúkar. Spennan í grindarholinu losnar. Margar konur finna fyrir þreytu, og ef orðið er áliðið, sofna þær líklega.

Margar konur eru þó enn kynferðislega örvaðar eftir kynmök. Þær hafa gjarnan meiri löngun til að halda áfram en karlar. Þær vilja gæla og tala við elskhuga sinn, og hafa það nota legt öfugt við marga karlmenn sem eiga erfitt með að viðhalda áhuganum eftir fullnægingu.

Er hægt að njóta margra samfara, hverra á fætur annarri?

Sumar konur njóta næstu samfara eða fullnægingar enn betur en þeirrar á undan. Sumar fá eina mikla fullnægingu, en aðrar fá hverja á fætur annarri þangað til þær fjara út. Þetta er öðruvísi hjá körlum. Svona eru konur og karlar misjafnlega útbúin frá náttúrunnar hendi!

Grein frá doktor.is 

 

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?