Er kærastinn ekki í stuði? Enn og aftur! Ef svo er, þá ættir þú kannski að deila þessari grein með honum því hann mun skipta um skoðun.
Samkvæmt nýjustu rannsóknum, þá er reglulegt kynlíf – einu sinni til tvisvar í viku afar gott fyrir heilsuna og almenna vellíðan.
1. Þú lítur betur út
Fólk komið yfir fimmtugt sem stundar kynlíf reglulega getur litið út fyrir að vera 5-7 árum yngra en það er í raun. Það þarf ekki að gera það á hverju kvöldi, talað er um einu sinni til tvisvar í viku. Og til að ná þessari virkni á aldurinn þá skiptir máli að vera í hamingjusömu hjónabandi.
2. Þú verður frjósamari
Þetta ætti að hljóma vel í eyrum karlmanna. Rannsóknir hafa sýnt að þeim mun oftar sem þeir stunda kynlíf þeim mun betri verða gæði sæðis. Þegar sæði var rannsakað með kynlíf til tilsjónar að þá voru bestu gæðin ef kynlíf hafði verið stundað tveimur dögum áður.
Ef þið eruð að reyna að eignast barn þá er málið að vera dugleg að stunda kynlíf. Einnig er reglulegt kynlíf afar gott til að koma jafnvægi á hormóna kvenna og koma reglu á tíðarhringinn.
3. Gott við kvefi og flensu
Að stunda kynlíf einu sinni til tvisvar í viku hefur sýnt að það hækkar efni í líkamanum sem er kallað immunoglobulin A eða IgA. En þetta efni getur varið þig gegn kvefi og flensu.
4. Verðu líkamann gegn sjúkdómum
Að hafa hátt hlutfall af náttúrulega steranum DHEA sem er betur þekktur sem “the antiageing hormone” er talið vera lykilinn að því að þú ert í betra formi lengur. Á meðan á kynlífi stendur þá fer þetta efni um allan líkama og með fullnægingu að þá hækkar hlutfalls þessa efnis fimmfalt í líkamanum.
5. Lengir lífið
Rannsókn sem gerð var í Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu að fólk sem fékk fullnægingu að minnsta kosti þrisvar í viku voru 50% minna líkleg til að deyja um aldur fram.
6. Lausn við túrverkjum
Margar konur segja að túrverkir minnki eða hverfi alveg ef þær stunda kynlíf á blæðingum.
7. Styrkir hjartað
Margar rannsóknir hafa sýnt að reglulegt kynlíf styrkir hjartað. Mælt er með kynlífi þrisvar í viku.
8. Sléttir úr hrukkum
Hormónarnir sem við þekkjum sem estrógen flæða um líkamann í kynlífi og hafa þeir afar góð áhrif á húðina, hjálpa til við að slétta úr hrukkum sem dæmi.
9. Styrkir sjálfstraustið
Mikilvægasta við kynlíf er að það styrkir sjálfstraustið og fær þig til að elska líkama þinn enn frekar.
10. Lækkar blóðþrýstinginn
Skosk rannsókn sýndi að konur og karlmenn sem stunduðu mikið kynlíf áttu auðveldara með að hafa stjórna á stressi og höfðu lægri blóðþrýsting.
11. Þunglyndi getur horfið
Eins og allar æfingar sem að koma hjartanu af stað að þá losar kynlíf einnig um serotonin, hamingjuhormónið í líkamanum. Og það kemur þér í gott skap.
12. Læknar höfuðverk- í alvöru!
Að segjast vera með hausverk virkar ekki lengur konur. Kynlíf er besta verkjameðalið við hausverk, já það er dagssatt.
13. Þú sefur betur
Efnið oxytocin sem að leysist úr læðingi við kynlíf er ofsalega gott ef þú átt erfitt með að festa svefn. Þetta á við bæði um konur og karlmenn. Þannig að ef þú ert andvaka, vektu þá makann og takið einn stuttan.
14. Styrkir beinin
Reglulegt kynlíf eykur oestrogen í líkamanum hjá konum sem komnar eru á breytingaaldurinn. Og getur þetta styrkt beinin og unnið á móti beinþynningunni.
15. Þér líður vel allan daginn
Ef þú ákveður að stunda kynlíf snemma á morgnana þá mun það vera besta byrjun á deginum. Skapið kemst í lag og ónæmiskerfið styrkist. Stundum er kannski í lagi að sleppa morgunverðinum og taka bara einn stuttan í staðinn.
Heimild: mirror.co.uk