Þessi ótrúlegi líkamshluti getur leitt til dásamlegs unaðar, mikilla verkja og það sem best er, þaðan getur komið lítill einstaklingur í heiminn. Þess vegna er afar mikilvægt að vera með allt á hreinu þarna niðri. Í orðsins fyllstu merkingu.
Hérna á eftir má lesa heillandi staðreyndir um þína allra heilögustu.
Vöðvinn í leggöngum er afar sterkur, segir Alyssa Dweck M.D og meðhöfundur af bókinni V is For Vagina. Grindarbotnsæfingar eru öflugar og styrkja grindarbotninn. Ef hann er æfður daglega (eins og á að gera), þá færðu miklu öflugri fullnægingar. Er til einhver betri ástæða til að æfa hann?
Það er svo sem ekki búið að rannsaka þetta mikið en sú lykt sem er á milli fótanna á þér getur breyst eftir því hvaða tími mánaðarins er eða ef þú ert að borða eitthvað eins og t.d hvítlauk.
Ekki furða að hann sé miðstöð fullnægingar.
Hefur þú einhvern tíman spáð í það afhverju það er erfitt að setja túrtappa þarna inn? Á meðan þú getur stundað kynlíf með karlmanni sem er vel vaxinn niður. Þetta er vegna þess að í kynlífinu ertu afar örvuð þarna niðri og leggöngin opnast vel.
Sem dæmi að þá getur snípurinn verið lengra frá leggangaopinu hjá sumum konum. Glæný könnun sýndi að þær konur sem eru með snípinn lengra frá leggangaopinu eiga í meiri erfiðleikum með að fá fullnægingu ella.
Þegar svona er, þá er um að gera að prufa fleiri stellingar en bara trúboðann.
Já, það er ótrúlega svalt að leggöngin þín skuli geta látið vita hvenær rétti tíminn er til að búa til barn. Leghálsinn gefur frá sér glærann vökva þegar egglos er í gangi. En ef þú ert á pillunni þá verður þú ekki vör við þetta.
Allir þessir staðir í leggöngum sem hægt er að örva þýða að þú getur fengið fjórar gerðir af fullnægingum. ( snípurinn, í leggöngum, á báðum stöðum í einu og raðfullnægingar). Leiðréttu mig ef þetta er rangt: karlmenn geta bara fengið eina tegund af fullnægingu.
Það er ótrúleg staðreynd að leggöngin geta þrýst út barni sem vegur um 3kg. Og dregist svo saman aftur eins og þau eiga að vera. Það tekur að vísu um 6 mánuði að koma leggöngunum í samt eðlilegt horf.
Kvensköpin koma í öllum stærðum og gerðum.
Staðreyndin er nefnilega, að mikið af þessum vörum sem að konur eru að nota til að þvo sér að neðan eru alls ekki góðar. Þú getur fengið bakteríusýkingar og sveppasýkingar. Passaðu alltaf upp á pH gildi þeirra vara sem þú ert að nota. Best er bara að nota heitt vatn og lyktarlausa sápu og leyfa henni sjálfri að gera það sem hún gerir.
Heimildir: womenshealthmag.com