Fara í efni

Hvað er málið með standpínur ?

Hérna svarar Frank Kobola spurningum sem að voru sendar til Cosmopolitan og tengjast þær allar á einhvern hátt typpinu og standpínu.
Karlmenn og standpínur
Karlmenn og standpínur

Hérna svarar Frank Kobola spurningum sem að voru sendar til Cosmopolitan og tengjast þær allar á einhvern hátt typpinu og standpínu.

Frank tekur fram að hann er ekki læknir, hann er bara gaur sem að hefur fengið standpínu ansi oft.

Það mikilvægasta sem þarf að muna er að standpínur eru eins og snjókorn, engar tvær eru eins. En hérna eru spurningarnar sem að voru sendar inn og svörin hans Frank.

Hvað er standpína ?

Ég er ánægður að þessi spurning kom því það sakar ekki að byrja á byrjuninni. Standpína gerist þegar blóðflæði til lims eykst og orsakar það þessa breytingu. Limur verður harður og þrútinn.  Yfirleitt gerist þetta við kynferðislega örvun, hvor sem er líkamleg eða í huganum á karlmanni.

Hvernig er að vera með standpínu?

Besta leiðin til að útskýra það er svona, yfir daginn ertu ekki mikið að spá í typpið á þér, ekkert frekar en þú ert að spá í tærnar á þér. En svo ef hann allt í einu poppar upp að þá kemst ekkert að í huganum nema þessi óvænta standpína.

Verður typpið harðara ef að þú ert mjög heitur fyrir gellunni sem þig langar í?

Það er ekkert endilega um heitleika gellunnar per sei sko, en standpínur eru mismunandi og hefur það að gera með hversu kynferðislega æstur karlmaður er. Typpi fer ekki frá núlli upp í 60 á örfáum sekúndubrotum. Það bókstaflega harðnar og breikkar hægt og rólega. Hitastig skiptir líka máli hvernig typpi lítur út. Typpið og eistun skreppa saman til að færa sig nær líkamanum til halda á sér hita þegar það er kalt.

Hvers vegna getur verið vont að pissa þegar ég er með standpínu?

Það er ekki hægt að pissa þegar typpi er í fullri reisn. Líkaminn dregur saman vöðva inní typpinu þegar þú ert með standpínu. Þetta er svo karlmaður pissi ekki óvart í miðjum samförum eða þegar hann fær fullnægingu. Það getur nefnilega bara eitt komið út úr typpinu í einu. Þegar þú svo pissar og það er vont, þá er standpínan ekki alveg horfin og vöðvarnir hafa ekki náð fullri slökun.

Verða karlmenn gjarnir á svima eða jafnvel heimskir þegar allt þetta blóð flæðir í liminn?

Allt blóðið flæðir ekki í liminn. Ef það væri þannig þá myndi líkaminn slökkva á sér í hvert sinn að að karlmaður fengi standpínu.

Er einhvern tíman vont að fá standpínu?

Já, það eru þessir svo kölluðu pissu standpínur. Þetta er alveg ósjálfrátt, limurinn fer í fulla reisn þegar þú þarft virkilega að pissa. Þetta er líkamans leið að hjálpa karlmönnun að pissa ekki á sig.

Hafa karlmenn áhyggjur af stærð á sínum lim og mæla þeir lengdina?

Allir karlmenn sem hafa fengið standpínu og það er málband nálægt mæla hann, ó já. Ef þú býrð með karlmanni að þá ættir þú kannski að sótthreinsa málbandið eða reglustikuna þína reglulega. Það sem er áhugavert er að stærð typpis í standpínu getur breyst með tímanum, þegar þú eldist og ef þú ert ekki heilbrigður. Margir karlmenn hafa áhyggur af stærðinni á meðan þeir ættu frekar að einbeita sér að því að stunda gott kynlíf. Það er einnig til typpi sem að er kallað micropenis.

Finnst karlmönnun þeir þurfa að snerta hann og hversvegna líkar karlmönnun það að snerta standpínuna? Og er alltaf ánægjulegt að fá standpínu?

Það hefur enginn rannsakað þetta svo ég get ekki svarað þessu en eins og flestir vita að þá eru karlmenn ansi oft með hendurnar ofaní buxunum, og oftar en þeir ættu að gera það. Ég hef t.d orðið of seinn í vinnuna vegna þess að ég tók mér langan tíma í að þurrka á mér punginn eftir sturtu. Og ég veit að ég er ekki einn um þetta.

Getur þú hreyft typpið í standpínu án þess að nota hendurnar?

Stelpur spyrja ansi oft að þessari spurningu. Það mætti halda að þær sjái fyrir sér gaur sem gengur nakinn um heima hjá sér og er að taka upp hluti með typpinu eins og hann væri rani á fíl. Við getum látið hann hoppa og kippast til ef við einbeitum okkur vel.

Fá karlmenn standpínu á  hverjum morgni?

Nei, ekki á hverjum morgni, en samt ansi oft. Þetta gerist í rauninni á meðan við sofum. Við getum fengið á milli 3 til 5 standpínur á nóttu.

Er piss geymt í pungnum?

Þetta er uppáhalds spurningin mín. Ég viðurkenni að ég eyddi lunga úr degi að hlæja að þessari spurning. Og nei, piss er í blöðrunni eins og hjá konum.

Ég er kvenmaður, get ég fengið standpínu?

Þetta var sú spurning sem að var spurt að hvað mest um. Og já, þetta eru kallaðir “ladyboners”.

Heimildir: cosmopolitan.com 

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?