En hvað ætti að borða? Eitthvað sem á að örva ykkur kynferðislega er málið. Hér á eftir er upptalning á mat sem örvar kynhvötina, allt hollustufæði (auðvitað). Njótið!
Og nei þú ert ekki ein(n) um að hugsa að þessi grænu spjót minni þig á .. æji þú veist.
Aspas er afar ríkur af B6 vítamíni og fólínsýru sem eru bæði efni sem vekja kynhvötina og auðvelda fullnægingu. Einnig finnur þú E-vítamín í aspas sem örvar kynhormóna hjá báðum kynjum. Vá það er auðvitað geggjað!
Að hafa góða kynhvöt skiptir auðvitað öllu máli til að geta stundað frábært kynlíf. Avócado færir þér bæði. Hlaðið steinefnum og hollri fitu, ásamt B6 vítamíni eru allt efni sem keyra kynhvötina upp. Einnig er Avocado fullt af omega-3 fitusýrum sem fylla á góða skapið og þá eru frekari líkur á að þú sért til í smá svefnherbergis æfingar.
Þessi pipar kryddar sko málin. Í chilly er efni sem heitir capsaicin sem eykur losun á endorfíni í heilanum og eykur vellíðan.
Sætindi eins og súkkulaði eru tengd við ást og kyníf og það er góð ástæða fyrir því. Í súkkulað er efni sem heitir tryptophan sem eykur á serotónín framleiðslu í líkamanum, en serotónín eykur á vellíðan. Munið bara að velja dökkt súkkulaði.
Þetta sælgæti er talið herma eftir áhrifum estrógens og progesterone sem eru mikilvæg hormón fyrir kynhvötina.
Ostrur eru sexí súperfæði. Hlaðnar af Zinki sem er steinefni sem hjálpar líkamanum að framleiða testosterone, en það er hormón sem skiptir miklu máli fyrir báða aðila upp á kynhvötina. Einnig getur zink aukið sæðisfrumumagn.
Heimildir : health.com