Fara í efni

Mýtan um hreinar meyjar

The Purity Myth er skirfuð af Jessicu Valenti
The Purity Myth er skirfuð af Jessicu Valenti

The Purity Myth er bók sem er skrifuð af feminístanum Jessicu Valenti og fjallar um mýtuna að konur séu skilgreindar útfrá kynhegðun sinni (þá hvort þær stundi kynlíf).
Þetta hljómar kannski kynlega en þetta er mjög stór hreyfing í Bandaríkjunum og það sést best á endalausri umræðu um dygðina að vera „hrein“. Konur mega ekki stunda kynlíf fyrir hjónaband annars eru þær skítugar. Fáránlegt og ótrúlega skrýtið að fólk trúi þessu í stórum stíl því gvuð má vita að blessuð börnin fara ekki eftir þessu og þegar þær gera það þá endar það oft illa…
Þó þetta sé ekki kennt hér á landi þá er þessi mýta engu að síður til staðar.
Ég hef haldið ófáa fyrirlestra fyrir unglinga þar sem stelpur hafa áhyggjur af því að strákar finni fyrir leggangaslaka því þær eru ekki hreinar meyjar og næstum hver einasti unglingsstrákur iðar í skinninu að vita hvernig kynlíf kynfræðingur stundar og með hversu mörgum.
Ég tek þessa hluti alltaf fyrir í hverjum fyrirlestri og legg áherslu á þessa kynjuðu umræðu sem gagnast engum og eru tæjur frá púrítönskum hugsunum sem eiga ekki heima í nútímasamfélagi.
Þessi umræða þarf að eiga sér stað því mýtur og staðalímyndir halda þessum hugmyndum á lofti; góð kona er hrein kona?!

Og hvað með karlinn?

Ég æli aðeins upp í mig.

Sigga Dögg
-er glöð í hjartanu að kynfræðslan hér á landi sé ekki eins og í mörgum fylkjum í Bandaríkjunum…-

Menntun: BA – Sálfræði við Háskóla Íslands, - MA – Kynfræði (sexology) við Curtin háskóla í Vestur Ástralíu
Vefsíða
: Siggadogg.is og facebook síðan siggadogg.is Vefpóstur: sigga [hjá] siggadogg.is

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?