Fara í efni

Sex heilræði til kvenna sem búa við kyndeyfð í hjónabandi

Hugtakið kyndeyfð í hjónabandi er þrefalt algengari leitarhugtak en óhamingjusamt hjónaband og átta sinnum algengara leitarhugtak en ástlaust hjónaband.
Sex heilræði til kvenna sem búa við kyndeyfð í hjónabandi

Hugtakið kyndeyfð í hjónabandi er þrefalt algengari leitarhugtak en óhamingjusamt hjónaband og átta sinnum algengara leitarhugtak en ástlaust hjónaband.

Kyndeyfð í hjónabandi er mun algengari vandi en ætla mætti. Reyndar er vandinn svo algengur að samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum snúast algengustu leitarhugtök giftra kvenna sem vilja finna svörin á netinu ekki um ástleysi eða tilfinningalega erfiðleika – heldur kyndeyfð í hjónabandi. Það sem meira er; hugtakið kyndeyfð í hjónabandi er þrefalt algengari leitarhugtak en óhamingjusamt hjónaband og átta sinnum algengara leitarhugtak en ástlaust hjónaband.

Þessar lítt þekktu staðreyndir koma m.a. fram í ágætri umfjöllun HuffPost um eðli kyndeyfðar í hjónabandi, þar sem blaðamaður leitar fanga hjá sex sérfræðingum sem allir leggja sitt af mörkum til að skilgreina vandann og leggja til heilræði fyrir konur sem búa við kynsvelti í hjónabandi.

Því er nefnilega þannig farið að konur eru oftar en ekki þær sem eru sólgnari í kynlíf en karlmenn, sama hvað auglýsingiðnaðurinn tautar og raular. Ófáar þessara kvenna streða við að fletta ofan af því hvers vegna eiginmenn þeirra vilja ekki endurgjalda ástaratlot þeirra í svefnherberginu. Hér má sjá hvað sérfræðingar leggja til í slíkum aðstæðum:

Þú ert ekki ein:

Ófáar konur eru með sterkari kynhvöt en karlmenn, þrátt fyrir að konur ræði sjaldnar kynlíf í hjónabandi sín á milli. Jafnvel þegar um nánar vinkonur er að ræða. Þær gamaltuggnu lummur sem upplýsingasamfélagið sendir konum í sífellu; að karlar búi yfir nær óhaminni kynhvöt og séu mun öflugri kynverur en konur er einfaldlega gömul mýta sem oft á ekki við neinar stoðir að styðjast.

Þessu er oft öfugt farið í daglegu lífi, þar sem fjölmargar konur búa við skort á kynlífi í hjónabandi og sambúð. Þær sömu konur líða oft í einrúmi og þær þurfa á stuðningi og vináttu að halda. Þær sem ekki geta snúið sér til vinkvenna sinna og treysta sér ekki til að ræða við ráðgjafa í eigin persónu leita oft í stuðningshópa á netinu, sem sannarlega geta veitt svör við einhverjum spurningum.

Þetta er ekki þér sjálfri að kenna:

Ert þú ein af þeim konum sem um ræðir hér? Sennilega er vandinn ekki á þína ábyrgð. Kyndeyfð makans hefur ekkert að gera með það hvort þú ert – eða ert ekki – kynþokkafull. Oftar en ekki hætta karlmenn að sækjast eftir kynlífi vegna þess að þeim stendur einfaldlega ekki og þora ekki að segja frá vandanum. Karlmenn skilgreina sig iðulega sem kynverur út frá getunni til að standa sig í rúminu. Ef karlmanni getur ekki staðið í rúminu þegar á reynir, dregur hann sig oftlega í hlé.

Haltu áfram að sýna manninum að þú elskir hann og þráir en láttu hann samtímis vita að þú gerir ekki óraunhæfar kröfur til hans í svefnherberginu. Hjúfraðu þig upp að honum í stað þess að heimta kynlíf og ef löngunin ber þig ofurliði, fróaðu þér þá meðan hann heldur utan um þig. Það er allt í lagi að kona taki stjórnina í eigin hendur og fullnægi sjálfri sér. Þú ert við stjórnvölinn í þínu eigin lífi.

Kynhvötin rís og hnígur – það er eðli náttúrunnar:

Þetta er rétt. Kynhvötin rís og hnígur; sofnar og vaknar í takt við daglegt flæði, aldur og líkamlega heilsu. Barneignir, langar vinnuvaktir, heimilisverk og fjölskylduskyldur. Allt hefur þetta áhrif á kynhvötina. Þó svo sé, eru öllu takmörk sett og ef margir mánuðir líða hjá án þess að parið sofi saman, þá þarf að ræða stöðuna opinskátt og með gagnkvæma virðingu að leiðarljósi. Stundum er einfalt samtal í ró og næði allt sem til þarf. Vandinn getur verið líkamlegur, sálfræðilegur eða vegna erfiðleika í hjónabandinu sem krefjast vinnu, vilja og tíma.

Ef enginn líkamlegur annmarki er hins vegar á og karlmaðurinn er kominn yfir fertugt, getur margborgað sig að banka upp á hjá heimilislækninum. Ef vandinn er hins vegar fólginn í þverrandi líkamlegri aðlöðun, er svarið oft ekki að konan líti verr út en áður – oftar er óleystum deiluefnum um að kenna sem standa í vegi fyrir löngun til kynmaka. Sé undirliggjandi óánægja í hjónabandinu svarið er sennilega fólgið í pararáðgjöf.

Ræddu málið við maka þinn og bentu honum á lækni:

Ef eiginmaðurinn glímir við risvanda eða . . . LESA MEIRA

 

 

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?