Sjálfsfróun var meiriháttar feimnismál fyrir ekki meira en tuttugu árum eða svo. Allir vissu svo sem að allir fróuðu sér en farið var með rúnkið eins og dauðasynd. Nú er öldin önnur, sjálfsafgreiðsla í kynlífinu þykir sjálfsögð og eðlileg í dag og það sem meira er, hún þykir holl og góð iðja. Engum er lengur hótað því að hann verði blindur ef hann fróar sér of mikið. Þvert á móti er fólk hvatt til þess að njóta kynlífs með sjálfu sér. Sem oftast og mest.
Sjálfsagt kemur fáum á óvart að karlar eru iðnari en konur þegar sjálfsfróun er annars vegar. Þetta hefur nú fengist staðfest með kynlífsrannsókn sem gerð var við Háskólann í Indiana. Munurinn milli kynjanna er mestur hjá þeim sem fróa sér oftar en fjórum sinnum í viku. Konur á aldrinum 25-29 ára ná ekki nema 5% þegar tíðinin er þessi en karlarnir ná 20,1%.
Bilið milli kynjanna þrengist þegar horft er til þeirra sem fróa sér oft í mánuði. Þá skjótast konur á aldrinum 25-29 ára upp í 21,5% og karlarnir herða aðeins á og fara í 25,4%. Kynjamunrurinn helst þó samkæmt könnuninni ævina á enda og konur eru yfirleitt 10-15% á eftir körlunum. Ein breyta í þessu er síðan að eftir því sem fólk er eldra er það líklegra til þess að þvertaka með öllu fyrir að það frói sér. Þetta gildir jafnt um bæði kynin.
Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að sjálfsfróun hefur ótal góð áhrif bæði á sál og líkama, þannig að það er um að gera að ganga vasklega fram og skammast sín hvergi. Sjálfsfróun slær á stress og kvíða og sýnt hefur verið fram á að konur sem eru iðnar við að fróa sér eru sjálfsöruggari og eru sáttari við líkama sinn en þær sem slá slöku við.
Kostirnir við einleik í kynlífinu eru líka margir. Þú þarft til dæmis aldrei að bíða eftir því að einhver annar sé í stuði, þú þarf ekki að hafa áhyggjur af rakstri, hér, þar og alls staðar, og það skiptir engu máli í hvernig fötum þú ert. Þínar eigin þarfir eru það eina sem þú þarft að hugsa um.
Sjálfsfróun er einfaldlega gjöfin sem heldur áfram að gefa, hvort sem þú er á lausu eða í sambandi, hvort sem þú ert 25 ára eða 55 ára. Hvort sem þú sinnir þér svona daglega, einu sinni í mánuði, árlega eða sjaldnar þá hefur sjálfsfróun alltaf góð áhrif. Því meira því betra.