Hún segir: „Þótt karlar sem hafa náð ákveðnum aldri séu örugglega yfir sig hrifnir af að hafa fundið leið til endurvekja kynferðislega getu sína eru konurnar þeirra kannski ekki jafn spenntar. Það sem við fyrstu sýn virðist vera beggja hagur, getur nefnilega haft hliðarverkanir sem ekki var hugsað út í.
Hún kallar bláu pilluna „undralyf“ og segir hana hafa ýmsa kosti fyrir karlmenn, bæði sálrænt og líkamlega. „Vandinn felst hins vegar í því að finna jafnvægi á milli nýfundinnar kynorku karlsins og þeirra breytinga sem verða hjá konunni eftir tíðahvörf“, segir hún en þær breytingar eru meðal annars, að áhugi þeirra á kynlífi minnkar og breytingar í leghálsinum geta gert það sársaukafullt fyrir þær að hafa samfarir.