Fara í efni

Þess vegna lokum við augunum þegar við kyssumst

Heldur þú augnsambandi við mótaðila þinn þegar þið kyssist?
Þess vegna lokum við augunum þegar við kyssumst

Heldur þú augnsambandi við mótaðila þinn þegar þið kyssist? Flestir svara þessu væntanlega neitandi.

En af hverju lokum við augunum þegar mundum varirnar og gerum okkur klár fyrir innilegan koss?

Þetta hafa vísindamenn að sjálfsögðu rannsakað og fundið skýringu á. Í umfjöllun Independent um málið kemur fram að vísindamenn segi að þetta gerist vegna þess að við einbeitum okkur svo mikið að sjónrænu áreiti að heilinn eigi erfitt með að virkja önnur skilningarvit. Þeir segja að það sé algjörlega ósjálfrátt að við lokum augunum því kossar séu þannig upplifun að við þurfum fulla virkni annarra skilningarvita á meðan.

Polly Dalto, einn höfunda rannsóknarinnar, sagði að þessi niðurstaða geti skýrt af hverju fólk lokar augunum þegar það vill nýta önnur skilningarvit betur. Með því að loka augunum sé opnað fyrir aðra möguleika við að einblína á og skynja hluti.

 

 

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?