Margir tala um „sjálf-elsku“ : að finna út hver maður er, að elska sjálfan sig áður en maður tekur skref í samband….og þannig mætti telja margt fleira upp.
Margir tala um „sjálf-elsku“ : að finna út hver maður er, að elska sjálfan sig áður en maður tekur skref í samband….og þannig mætti telja margt fleira upp.
Hins vegar þá öðlastu í raun „sjálf-elsku“ með því að hafa samkennd með sjálfinu, þannig metur þú það og þig og ferð að gera hugulsama hluti fyrir aðra.
En við erum ávallt að læra eitthvað nýtt, daglega eru aðstæður sem kenna okkur nýja lexíu.
En til að byrja á ferðalaginu að „sjálf-elsku“ þá eru hér 30 atriði til að muna.
- Hættu að bera þig saman við aðra. Fólki gengur misvel í lífinu.
- Þú ert ekki eins feit og þú heldur. Einnig þá kemur fituprósentan á líkamanum því ekkert við hvernig persóna þú ert.
- Stundaðu hreyfingu því það er gott fyrir andlegu hliðina, ekki bara fyrir líkamann. Læru að elska líkama þinn og alla þá hluti sem hann getur gert. Hættu að brjóta þig niður – það er enginn fullkomin.
- Finndu eitthvað sem þú ert virkilega góð í. Kannski ertu afar góð í að vinna með börnum en þú bara veist það ekki ennþá.
- Eyddu meiri tíma með vinkonunum eða vinunum. Sambönd koma og fara en góðir vinir endast ævilangt – passaðu upp á það.
- Eyddu einnig tíma með sjálfri þér. Það er alveg í lagi að vera heima á föstudagskvöldi og glápa á sjónvarpið og hafa kósý bara ein.
- Lestu bókina sem þú ert alltaf alveg að fara að byrja á. Nei, lestu eins margar bækur og þú getur. Lestur eflir ímyndunaraflið og skerpir á minninu.
- Eyddu tíma úti við. Farðu í góðan göngutúr, eða gakktu á fjall og drekktu í þig sólina þegar hún skín.
- Taktu myndir. Taktu mikið af myndum og ekki gleyma að prenta þær út. Ekki láta þær daga upp í símanum þínum og verða að minningu. Ramma þær inn og hengja upp á vegg. Allavega þessar uppáhalds.
- Slepptu fortíðardraugnum. Fyrirgefðu þeim sem hafa sært þig, þannig að ÞÚ getir haldið áfram veginn. Að halda í reiði hún eitrar aðeins fyrir þér.
- Tengstu aftur gömlum vinum frá grunnskóla eða úr framhaldsnáminu þínu. Slepptu vinskap sem er ekki lengur að gera þér gott. Fólk vex í sundur og það er allt í lagi.
- Hringdu oftar í fjölskyldu og vini, ekki bara fylgjast með þeim á hringiðu internetsins. Mannstu eftir því þegar maður þurfti að hringja til þess að ákveða að hittast ? Þú verður miklu ríkari andlega ef þú gerir það.
- Ef það eru einhver vandamál sem tengjast fjölskyldunni þá skaltu leysa þau hið fyrsta. Segðu þeim að þú elskir þau. Mættu í afmæli, matarboð og fleira og hættu að vera með lélegar afsakanir fyrir því að mæta ekki.
- Taktu vítamín. Heilsan skiptir miklu máli og stundum þá þarf maður að bæta á tankinn með því að taka vítamín með mataræðinu. Vertu viss um að járn búskapurinn sé í lagi.
- Láttu eitthvað eftir þér sem þig langar í en þarft ekki á að halda. Hvort sem það er dásamlega falleg handtaska eða flugmiði út í heim. Og hafðu þetta bak við eyrað – það er gott að leggja smá fyrir mánaðarlega því þá er auðveldara að láta eftir sér draumaferðalagið.
- Hugsaðu um útlitið – samt ekki vera of upptekin af sjálfri þér. Það er svo gott fyrir sjálfstraustið að hafa sig til, gera hárið töff, skella á smá meik-öppi og fara í uppáhalds skóna þína þó þú sért bara að fara út í búð. Ekki spara rauða varalitinn eða flotta blazer jakkann.
- Horfðu á góða bíómynd, skelltu þér í bíó eða láttu loksins verða af því að horfa á sjónvarpsseríuna sem þig hefur langað að sjá svo lengi.
- Vertu virk og hreyfðu þig. Að hreyfa sig reglulega losar um enorfínið og eykur á hamingjuna.
- Ef þú átt ekkert sérstakt áhugamál skaltu endilega finna þér eitt slíkt. Sumir hafa handavinnuna sína, aðrir lita í fullorðinslitabækur, fólk fer og lærir framandi matargerð…finndu hvað hentar þér.
- Og eins og áður sagði, safnaðu pening og ferðastu, helst á hverju ári. Hvers vegna ekki að sjá sólina koma upp á toppi Mount Halekala á Maui? Það er víst alveg himneskt.
- Það er mjög gott að geta hlegið að sjálfum sér. Ef þú rekur tánnan í og dettur næstum, nú eða hnepptir skyrtunni vitlaust þá er það bara fyndið.
- Syngdu í karaoke. Gerðu það edrú. Gerðu það full. Það stendur einhverstaðar skrifað að þeim mun meira sem þú syngur þeim mun hamingjusamari ertu.
- Hættu að borða tilbúinn mat. Borðaðu hreinan mat. Mat sem þú eldar frá grunni. En það má einstaka sinnum láta eftir sér að narta í franskar með kokteilsósu.
- Dansaðu meira. Dansaðu eins og enginn sé að horfa. Dansaðu eins og kjáni. Fáðu vinkonurnar til að búa til kjánalega dansrútínu með þér. Hættu að spá í það hvernig þú lítur út á dansgólfinu og láttu vaða.
- Brostu meira. Þeim meira sem þú brosir þeim mun hamingjusamari verður þú. Bros eru líka smitandi – prufaðu bara að brosa til einhvers sem er alveg ókunnugur.
- Gerðu fólki greiða og ekki segja „greiði á móti greiða“. Gerðu greiðan af því þér líður vel að hjálpa öðrum.
- Passaðu upp á hjartað þitt en vertu samt opin. En alls ekki láta fólk komast upp með að nota þig.
- Ekki dæma fólk sem þú veist ekkert um. Það er betra að vera góðhjartaður við þá sem maður mætir á lífsleiðinni. Sumir eru að berjast við veikind eða annað sem þú veist ekkert um.
- Horfðu til himins. Gerðu það oftar en vanalega. Taktu eftir því hvað sólsetur getur verið fallegt. Horfðu á stjörnurnar – þær eru ansi magnaðar.
- Og mundu að þú munt aldrei geta gert öllum til geðs. Á vegi þínum verður fólk sem mun ekki líka við þig. Á vegi þínum mun verða fólk sem þér mun ekki líka við. En allt er þetta gott og blessað.
Maður á að elska sjálfan sig. Maður á að njóta lífsins sem manni var gefið og faðma hvern dag að sér eins og hann væri hinn síðasti.
Vertu ávallt besta útgáfan af sjálfri þér.
Heimild: elitedaily.com