Það er grátið, mjög oft missir fólk matarlyst, það er öskrað, oft fer fólk þá leið að drekka óþarflega mikið – og jafnvel allt af þessu.
Við höfum öll átt við einhverskonar ástarsorg.
Vissir þú að líkaminn fer í gegnum ýmsar breytingar þegar hann lendir í ástarsorg?
Hér að neðan eru 5 atriði sem líkaminn fer í gegnum þegar um ástarsorg eða sorg er að ræða. Einnig finnur þú neðar í þessari grein 5 ráð til þess að hjálpa þér í gegnum ástarsorgina/sorgina.
Ástin lætur öllum líða vel, hamingjan tekur yfir og við finnum fyrir gleði og hamingju, það sem orsakar þetta eru hormónar eins og dópamín og oxytocin.
Þegar þú lendir í ástarsorg og ert í uppnámi þá slökknar á þessum hormónum. Í stað þeirra fara af stað hormónar eins og cortisol og epinephrine. Þetta eru stress hormónar. Öll hamingjan og ánægjan er farin og líkaminn byrjar að berjast við kvíða og stress.
Þegar stress hormónar taka yfir þá gerist það að manneskjan finnur fyrir því að erfiðara er að búa til nýjar minningar. Mjög líklega þá gerist þetta svo að heilinn vinni betur að því að gleyma hvað það er sem er að orsaka stressið.
Stress hormónar losa miklu af neikvæðum ensímum í líkamann sem gerir það að verkum að ónæmiskerfið veikist. Þetta gerir það að verkum að fólk verður næmara fyrir allskyns pestum, kvef, flensan, hiti og orkuleysi. Yfirleitt þá er líkaminn vel í stakk búinn til að takast á við þetta, en ekki ef hann er fullur af neikvæðum stresshormónum.
Þegar við lendum í aðstæðum sem stressa okkur upp og eru neikvæð þá veikist ónæmiskerfið og okkur fer að langa í óhollan og feitan mat. Mjög oft þá fær fólk langanir í saltan mat, mikið kolvetni og sykur.
Cortisol hormónið hefur verið tengt við aukna kviðfitu og orsakar þessar matarlanganir. Þegar við svo borðum þennan óholla mat þá eykst Serotonin í heilanum og það vinnur gegn stress hormóninu Cortisol.
Í flestum tilvikum þegar um ástarsorg er að ræða þá er það síðasta sem þig langar að gera er að stunda kynlíf. Hinsvegar ef þú hittir á einhvern/hverja sem vekur athygli þína og þið stundið kynlíf saman þá er líkaminn ekki eins virkur og hann ætti að vera. Hjá karlmönnum sýnir þetta sig oft í risvandamálum.
Stresshormónar geta haft áhrif á húðina. Bólur geta komið í ljós ásamt fleiru hvimleiðu. Ástand eins og Psoriasis og rósaroði geta blásið upp á þessu tímabili. Flest allar tilfinningar sem hafa áhrif á líkamann blása upp allskyns húðvandamál.
Ef þú ert að ganga í gegnum ástarsorg, skilnað eða sambúðarslit þá eru margar góðar leiðir til að hjálpa þér í gegnum þetta tímabil. Oft er nefnilega ekki auðvelt að biðja um hjálp.
Að vera ástfangin lætur öllum líða vel. Í okkar líkama þá eru það hormónar eins og dópamín og oxytocin sem láta okkur líða vel og kveikja á hamingjunni. Þegar við upplifum ástarsorg eða missir og erum örg og reið þá slökkva þessir hormónar á sér og framleiðsla hefst á cortisol og epinephrine. Þetta eru stress hormónarnir. Öll hamingjan sem þú hafðir er nú ekkert nema kvíði og stress.
Þegar þessir stress hormónar verða viðvarandi gerist það að hæfni einstaklingsins sem berst við þessa neikvæðu hormóna við að búa til nýja minningar byrjar að minnka. Mjög sennilega er þetta til þess að koma manneskjunni í gegnum vanlíðanina og gleyma því sem var að orsaka stressið og kvíðan.
Stress hormónarnir losa miklu af neikvæðum ensímum í líkamann sem gerir það að verkum að ónæmiskerfið okkar verður veikara. Þetta getur orðið að keðjuverkun, sem dæmi, þér er hættara á að verða veik/ur, nærð ekki úr þér kvefi eða flensu og getur jafnvel verið með hita í marga daga. En það góða við okkar líkama er að hann er það öflugur og getur barist við þessar neikvæðu pestar sem geta herjað á okkur.
Sorgin og stressið, ásamt kvíðanum sem eru allt einkenni vegna ástarsorgarinnar hafa mjög neikvæð áhrif á líkamann. Þetta getur orsakað minni framleiðslu á hvítum blóðkornum, en þau eru afar mikilvæg því þau berjast móti sýkingum.
Þegar við þurfum að takast á við neikvæðni og stress í lífinu þá veikist ónæmiskerfið og það fyrsta sem okkur langar í er matur. Við viljum borða því við höldum að það hjálpi okkur að vinna á neikvæðninni og stressinu. Flestir fara út í mikið át á kolvetnum, sykri og óhollustu.
Hormónið cortisol hefur verið tengt við aukna kviðfitu hjá fólki. Þessi óholli matur sem við erum allt í einu sjúk í eykur á framleiðslu af Serotonin en það hormón vinnur gegn stressi. En það er ekkert gaman að fara að bæta á sig helling af aukakílóum bara til að reyna að láta sér líða vel.
Í flestum tilvikum þegar um ástarsorg er að ræða þá er það síðasta í huga þínum að fara og stunda kynlíf. Svo búast má við að það geti liðið ákveðin tími þar til þú ert tilbúin í kynlífið aftur. Hins vegar ef þú hittir nú einhvern/hverja sem þig langar að grípa í og láta vaða þá getur þú orðið var/vör við að þetta er ekki allt að virka rétt þarna niðri.
Stress hormónarnir geta mjög auðveldlega orsakað húðvandamál. Einkenni eins og Psoriasis, rósroði eða jafnvel bólur geta gert vart við sig á þessum tíma.
Ef þú ert að ganga í gegnum ástarsorg/missi þá er margt sem hægt er að gera til að koma þér af stað aftur. Það er ekki alltaf auðvelt að biðja um hjálp en það borgar sig.
Í lífinu þá lærum við alltaf eitthvað nýtt og öll ný reynsla nýtist okkur á einhvern hátt. Það er ástæða fyrir öllu jafnvel þó okkur líki alls ekki ástæðuna.
Taktu það sem þú lærðir á meðan þér leið sem verst og nýttu þér það til að gera þig að sterkari persónu. Einbeittu þér að þessu, hvað fékk ég út úr þessu sambandi sem slitnaði uppúr – og svo á bara að halda áfram veginn.
Að fyrirgefa einhverjum sem hefur ekki komið vel fram við þig getur verið erfitt. En það er einmitt það sem þú þarft að gera til að halda áfram að vinna í þér. Fólk sem sveik þig, laug eða eitthvað þaðan af verra á ekki að vera að hanga í huganum á þér. Þetta er fortíðin, við erum að halda áfram inní framtíðina.
Já auðvitað tekur maður því persónulega ef einhver særir mann, og það er allt í lagi að vera reið/ur og gráta. Að upplifa sorg, missi og einmannaleika er allt hluti af lífinu, fagnaðu því.
Þú þarft þinn tíma til að vinna úr þínum tilfinningum en passaðu þig á að dvelja ekki of lengi við það. Að hanga á einhverju úr fortíðinni mun bara halda áfram að særa þig.
Það gerist of oft að við leitum okkur ekki hjálpar. Það er eins og við vitum ekki hvern hægt er að hringja í eða leita til. Það á eftir að koma þér á óvart hversu vinir/vinkonur eru hjálpsöm þegar ástarsorgin ber að dyrum. Leitað til þeirra sem þú treystir. Þegar okkur líður sem allra verst þá kemur hjálpin oft úr óvæntustu átt.
Núna áttu að vinna í þér. Vertu viss um að gera alla þá hluti sem þig langar og gera þig hamingjusama/n. Mundu að þú getur gert alla þessa hluti ein/n. Ekki láta neitt stoppa þig.
Þú þarft ekki neinn til að gera þig hamingjusama/n. Með því að gera þá hluti sem þér þykja skemmtilegir þá ertu að vekja jákvæðu hormónana og þeir munu svo halda áfram að gleðja þig.
Heimild: ia.meaww.com