Þarftu að hvíla þig akkúrat núna? Hvort heldur sem þú ert heima eða í vinnunni þá eru þessar 5 leiðir afar góðar til að ná þér niður í slökun á 60 sekúndum.
Að halla sér aftur og stara upp í loft örvar þann hluta taugakerfis sem lækkar blóðþrýsting og hægir á öndun. Hér þarf að telja hægt niður frá 60 og útiloka aðrar hugsanir eða umgang.
Að setja vandamál og áhyggjur niður að blað er mjög gott. Þú veist af þeim þarna í bókinni og getur unnið úr þeim seinna. Að skrifa þetta niður er góð lausn til að þú hættir að velta þér upp úr þessu og náir að hvílast.
Djúpur andadráttur hægir á hjartslætti og róar líkamann. Einbeittu þér bara að því að anda og fylgjast með maganum rísa og falla. Útilokaðu allt annað. Bara anda djúpt inn og hægt frá.
Að fara á ímyndunar flug er mjög góð hugleiðsla sem fær þig til að gleyma amstri dagsins, áhyggjum og stressi. Bjóddu öllum skilningarfærum að taka þátt í þessu flugi á skýinu. Hugsaðu um það sem þú sérð, heyrir og hvaða ilmir kunnu að vera á skýjinu.
Líkaminn bregst við stressi með því að spenna vöðvana og getur þetta orsakað verki og vanlíðan. Góð æfing í að slaka á vöðvum dregur úr stífleika þeirra og einnig kvíða.
Heimild: health.com