Foreldrarnir hafa áhyggjur af því að slíkt geti skaðað samkomulagið við börnin og það fylgir sögunni, að þetta séu foreldrar sem séu í góðu sambandi við uppkomnu börnin sín.
En við hvað eru foreldrarnir svona hræddir? Það að börnin „muni refsa þeim með því að hætta að tala við þá og hætta að vilja umgangast þá“, segir rithöfundur og lögmaður sem rætt er við í greininni. „Það sem við óttumst mest er að missa trúnað þeirra. Sú tilhugsun er svo þungbær, að foreldrar eru tilbúnir að þola nánast hvað sem er“, segir hann. En hvað gera þá foreldrarnir? Tileinka þér sér þetta viðhorf „Ef þú hefur ekkert fallegt að segja, segðu þá ekki neitt“? Raunar ekki, því rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að það sé betra að takast á við ósætti og reiði í garð uppkominna barna en láta sem ekkert sé. Það að forðast óþægileg mál leysir engan vanda, að sögn prófessors í Michiganháskóla.
Pirringur, spenningur og blendnar eða mótsagnakenndar tilfinningar eru eðlilegar í samskiptum foreldra og uppkominna barna. Þetta getur stafað af því að þau eru ólík sem persónur, eða af óuppgerðum vandamálum þeirra í milli. Fjármálaerfiðleikar og það hvernig fólk lifir lífinu og heldur heimili getur einnig valdið misklíð. Spenningur í samskiptum eykst oft þegar barnið giftist, stofnar fjölskyldu og fer að vinna langan vinnudag. Þá hætta foreldrarnir að vera þungamiðjan í lífi þeirra.
Vitnað er í greininni í Ruth Nemzoff höfund bókar sem heitir Don’t Bite Your Tongue, eða Ekki bíta í tunguna á þér og hún er sammála því að foreldrar ættu ekki að forðast það að rífast við uppkomin börn sín. „Þegar allt kemur til alls þá höfum við rifist við þau síðan þau voru tveggja ára og við lifðum það af“, segir hún Hún gefur eftirfarandi ráð um það hvernig best er að koma gagnrýni sinni á framfæri við uppkomin börn sín.
Finndu réttan stað og stund. Það á aldrei að gagnrýna þau fyrir framan annað fólk. Mæltu þér mót við þau í rólegheitum eða talaðu við þau í síma þegar vel stendur á.
Taktu eigin reynslu sem dæmi. Talaðu um svipuð mistök og þú gerðir . . . LESA MEIRA