Mjög erfitt getur verið að slíta ástarsambandi. Hvort sem þú ert sátt(ur) eða ósátt(ur) við slitin er eðlilegt að finna fyrir sorg. Þeir sem vilja slíta sambandi fá oft samviskubit og líður illa ef hinum líður illa. Stundum verður sorgin svo mikil að það er erfitt að afbera hana. Það er misjafnt hvað tekur langan tíma að komast yfir sorg, það fer eftir einstaklingum og aðstæðum en ekkert er óyfirstíganlegt.
Ástarsorg og sambandsslit
Mjög erfitt getur verið að slíta ástarsambandi. Hvort sem þú ert sátt(ur) eða ósátt(ur) við slitin er eðlilegt að finna fyrir sorg. Þeir sem vilja slíta sambandi fá oft samviskubit og líður illa ef hinum líður illa. Stundum verður sorgin svo mikil að það er erfitt að afbera hana. Það er misjafnt hvað tekur langan tíma að komast yfir sorg, það fer eftir einstaklingum og aðstæðum en ekkert er óyfirstíganlegt.
Talað er um fimm stig sorgar
(þetta á við um alla sorg – ekki bara ástarsorg):
- Afneitun: Þetta er ekki að koma fyrir mig
- Þunglyndi: Ég trúi því ekki að þetta sé að koma fyrir mig.
- Samningaviðræður: Hvað get ég gert til þess að koma í veg fyrir að þetta sé að gerast (get ég ekki beðið manneskjuna um að byrja með mér aftur)?
- Reiði: Hvers vegna kom þetta fyrir mig?
- Sátt: Þetta gerðist og ég sætti mig við það (ég get orðið ástfangin(n) aftur).
Að komast yfir ástarsorg:
- Ekki einangra þig með tilfinningar þínar. Leitaðu til vina sem er þægilegt að tala við.
- Það er nauðsynlegt að tala um hlutina til þess að sitja ekki föst/fastur í eymd.
- Einnig er gott að skrifa um hlutina (þótt það sé fyrir ruslatunnuna). Margir lagatextar og ljóð fjalla um ástarsorg svo þú værir ekki fyrst(ur) til að skrifa um þær tilfinningar.
- Reyndu að rífa þig upp (þótt erfitt sé) og gera eitthvað til að dreifa huganum, farðu í bíó frekar en að liggja heima uppi í rúmi.
- Byggðu sjálfa(n) þig upp með því að gera eitthvað fyrir þig, nú er tími til að fara á hárgreiðslustofu, láta dekra við sig, hreyfa sig, hugleiða eða gera eitthvað annað sem þér finnst uppbyggjandi (áfengis og vímuefnaneysla flokkast ekki undir uppbyggjandi athafnir).
Mundu að þó að einhver hætti með þér þýðir það ekki að þú sért ómöguleg(ur). Það þýðir einfaldlega að þið áttuð ekki saman. Olía og vatn eiga ekki samleið en eru samt ómissandi hvort í sínu lagi.
Ef þú finnur fyrir þunglyndi, það tekur þig mjög langan tíma að komast yfir sambandsslit eða þú sættir þig alls ekki við aðstæður er mikilvægt að þú leitir þér aðstoðar.
Heimild: doktor.is