Sérstakar áherslur: Meðvirkni - orsakir og afleiðingar, birtingarmynd í daglegu lífi, s.s. lélég sjálfsmynd, erfiðleikar með að setja sjálfum sér og öðrum heilbrigð mörk, erfiðleikar í samböndum og samskiptum ofl.
Ráðgjöfin byggir á meðvirknimódeli Piu Mellody, sem skoðar áhrif fjölskyldunnar á uppvöxt okkar og þroskaferil. Meðvirkni verður til í æsku og þróast í uppvextinum vegna óheilbrigðra fjölskyldumynstra. Þau verða m.a. til vegna andlegra eða líkamlegra veikinda foreldra eða barns, fíknar, stjórnleysis eða vangetu foreldra/uppalenda til að veita þá næringu sem til þarf svo að barn geti þroskast og orðið heill fullorðinn einstaklingur, með heilbrigða og góða sjálfsmynd, fær um að eiga í heilbrigðum samböndum og samskiptum við sína nánustu og aðra er á vegi hans verða.
Módelið hefur verið í stöðugri þróun en um 40 ár eru síðan hjúkrunarfræðingurinn Pia Mellody hóf þessa vegferð, sem varð upphafið að módelinu, sem hefur verið notað æ síðan af fagfólki á The Meadows í Arizona.