Húmor er smitandi. Hljómurinn af háværum hlátri er meira smitandi en kvef, nefrennsli eða hnerri.
Þegar við deilum hlátri þá tengir það okkur saman og eykur á hamingjuna og nándina okkar. Hlátur kveikir einnig á hollum líkamlegum breytingum í líkamanum.
Húmor og hlátur styrkir ónæmiskerfið, eflir orkuna, dregur úr verkjum og ver þig gegn þessu daglega stressi. Og það sem er best við þetta ókeypis lyf er að það er skemmtilegt og afar einfalt að nota.
Hlátur er öflugt meðal fyrir líkama og sál.
“húmorinn þinn er eitt það kraftmesta tæki sem þú hefur til að hafa áhrif á skapið og tilfinningalega heilsu. Góður húmor stuðlar að góðri heilsu”. En þetta segir Paul E. McGhee, Ph.D.
Hlátur er öflugt mótvægi við stressi, verkjum og ágreiningi. Ekkert virkar eins hratt og ákveðið til að koma huga og líkama aftur í jafnvægi en að hlæja dátt. Húmor léttir á því sem hvílir á þér, hann gefur þér von, tengir þig við aðra og heldur þér á jörðinni með viðbrögðin í lagi.
Hláturinn er góður fyrir heilsuna
Hlátur slakar á öllum líkamanum. Góður einlægur hlátur losar um spennu og stress og slakar þannig á vöðvum í allt að 45 mínútur.
Hláturinn styrkir ónæmiskerfið
Hann dregur úr stress hormónum og eykur frumur ónæmiskerfisins og bætir þannig varnir líkamans gegn sjúkdómum.
Hlátur losar um endorfínið
Endorfín er líkamans náttúrulega efni sem lætur okkur líða vel.
Hlátur ver hjartað
Hláturinn eflir starfsemi æðakerfisins og eykur blóðflæðið sem ver þig svo gegn hjartaáfalli og öðrum tengdum sjúkdómum.
Ávinningurinn af því að hlæja
Líkamleg heilsa:
Styrkir ónæmiskerfið
Minnkar stress hormónana
Dregur úr verkjum
Slakar á vöðvum
Kemur í veg fyrir hjartasjúkdóma
Geðheilsan:
Eykur á gleðina
Dregur verulega úr kvíða og hræðslu
Losar þig við stress
Bætir skapið
Félagslegur ávinningur:
Styrkir sambönd
Bætir samvinnu
Hlátur og góður húmor hjálpa til við að vera tilfinningalega heilbrigður. Hláturinn lætur okkur líða vel og þessi góða tilfinning sem kemur yfir okkur þegar við hlæjum hverfur ekki á sömu stundu og við hættum að hlæja.
Tengingin milli hláturs og geðheilsu
Þú getur ekki fundið fyrir kvíða, reiði eða sorg á meðan þú ert að hlæja.
Hlátur hjálpar þér að slaka á og hlaða batteríin
Hann dregur úr stressi og hleður þig fulla af orku. Þú kemur meiru í verk og ert einbeittari.
Húmor getur breytt inni yfirsýn
Hann getur gert það að verkum að þú sérð hlutina á annan hátt, ef t.d eitthvað sem hefur virkað ógnandi þá getur það breyst í hlut/atvik sem er ekki lengur ógnandi.
Að hlæja með öðrum er öflugra en að hlæja ein/einn.
Búðu til tækifæri til að hlæja
- Horfðu á fyndna kvikmynd eða sjónvarpsþátt
- Farðu og kíktu á uppistand
- Lestu brandara
- Umkringdu þig fyndnu fólki
- Bjóddu vinum heim í leikjakvöld
- Leiktu við gæludýrið þitt
- Fíflastu með börnunum
- Gerðu eitthvað alveg kjánalegt
Að hafa húmor og hlátur í samböndum leyfir þér að:
Vera meira spontant. Hláturinn fær þig til að gleyma áhyggjum.
Slepptu vörnunum. Hlátur hjálpar þér að gleyma óvissu og krítík.
Tjáðu tilfinningar þínar. Tilfinningar sem liggja djúpt komast upp á yfirborðið.
Brostu – bros er byrjun á hlátri. Og eins og með hláturinn þá er brosið smitandi.
Heimild: helpguide.org