Það er auðvitað óhjákvæmilegt að við sem búum á Íslandi eigum nokkuð margar stundir í rökkri eða myrkri yfir veturinn, þannig hefur það alltaf verið og verður líklega áfram um ókomna tíð. Það er kannski hægt að kalla það eðilegt að ákveðnu marki að það þyngist lundin þegar myrkrið er mest og veðrin verst. Birta og veður getur hamlað virkni margra, ekki síst þeirra sem búa við einhverskonar hömlur. Kannski það sé jafn mikill hluti þjóðarsálar okkar að dempast um vetur og það er að rífa okkur úr fötum í 8 gráðum að vori og fara í sólbað í sundi.
Hvernig sem það er þá er gott að hafa ákveðna hluti í huga þegar skammdegið leggst yfir sálina. Við getum kannski ekkert í myrkrinu gert en það eru hlutir sem við getum gert sem eru þess megnugir að létta lund og tendra ljós í myrkri. Það er nefnilega þannig að við getum passað það að bera einungis þá byrði sem er en bæta ekki hlassi ofan á með hugarfari okkar og hegðun. Að við bætum ekki þjáningu ofan á þann sársauka sem óhjákvæmilegur er í því sem er eða við erum að ganga í gegnum. Þar nefnilega höfum við bæði val og vald.
Til að klára þessa grein, smelltu þá HÉR.
Grein af vef hjartalif.is