Margir hafa þurft að hlusta á það á lífsleiðinni að þeir ættu nú ekki að vera svona viðkvæmir, séu grenjuskjóður, vælukjóar, væmnir eða hreinlega feimnir og kannski jafnvel félagsskítur. Ofurnæmni eða Highly Sensitive Personality (HSP) er ekki á allra vitorði og reyndar er ég sjálf bara nýbúin að kynnast þessu orðtaki og fengið útskýringar á sjálfri mér. Innhverfir og jafnvel einhverjir sem hafa verið ranglega greindir sem Aspergers eða annarsstaðar á einhverfurófinu geta í raun verið ofurnæmir, þar sem mörg einkennin eru ákaflega lík. En það eru margir á einhverfurófinu sem eru einnig HSP. Fólk er jafn misjafnt og við erum mörg.
Raunin er sú að það eru hreint ekki allir HSP innhverfir þótt vissulega sé stór hluti þeirra það. Enda lái ég þeim það ekki þar sem öll skynfæri eru næmari en ákjósanlegt er ef það á að umgangast annað fólk. Tilfinningarnar eru svo sterkar að stundum geta þær borið fólk ofurliði.
Einnig finna þeir sem eru ofurnæmir, oft fullvel fyrir tilfinningum annarra. Það getur komið sér vel fyrir marga sem lifa af því að hjálpa öðrum, en það getur líka verið yfirþyrmandi þegar skroppið er í Kringluna á háannatíma. Þrengslin, fólk að rekast utan í það, hávaði af margskonar tónlist og tugir ef ekki hundruðir að tala og óhljóðin breytast í öskrandi surg. Margs konar lykt af hverjum og einum sem þar eru inni, ásamt lykt af allskonar mat, sápum, ilmvötnum og snyrtivörum, allar lyktirnar samankomnar verða að slíkum ódaun að það verður nær ógerlegt að vinna úr upplýsingunum sem heilinn fær.
Þar sem þeir eru næmari á umhverfi sitt, taka betur eftir öllum smáatriðum, svipbrigðum, augnráði og pikka jafnvel upp tilfinningar annars fólk, eru upplýsingarnar mun fleiri sem þarf að vinna úr og þar af leiðandi eru þeir lengur að því enn aðrir.
Af sömu ástæðum eru þeir lengur að taka ákvarðanir og þurfa oft mikinn tíma einir með hugsanir sínar og til að endurhlaða batteríin sem klárast oft fyrr enn gott þykir í nútíma samfélagi við annað fólk.
Þar sem næmi þeirra á litum, hljóðum, fegurð og skynfærin öll eru í gangi á sama tíma, hneigjast þeir mikið til lista og margir hverjir ákaflega hæfileikaríkir á þeim sviðum og hefur gengið vel í þeim efnum.
Rannsóknir á þessu hófust ekki fyrr enn upp úr 1990 þegar Elaine Aron, klínískur sálfræðingur, fór að . . .LESA MEIRA
Grein af vef kvon.is