Samkvæmt ráðleggingum frá Landlæknisembættinu eru fimm atriði talin auka vellíðan en þau eru;
Það eru ýmsir þættir sem við getum sjálf haft áhrif á. Mikil vitundarvakning hefur orðið hvað þetta varðar og ýmis úrræði í boði til draga úr streitu og auka vellíðan. Má þar nefna ýmsar aðferðir sem hægt er að nota í vinnu, sem utan vinnu eins og slökun og hléæfingar, t.d að ákveða að standa upp frá skrifborði á 20 mínútna fresti, rúlla öxlum, anda djúpt o.s.frv.
Aðrar aðferðir sem hægt er að tileinka sér og stuðla að bættri líðan er t.d núvitund (e.mindfulness), vera hér og nú og takmarka streitu og áhyggjur vegna framtíðar og fortíðar. Einnig svokölluð orkustjórnun, þar sem starfsmenn reyna að stjórna orkunotkun sinni, með heilsusamlegu mataræði, slökun og hreyfingu. Gott er að vera meðvitaður um hvaða hlutir eða atburðir það eru sem eru orkugefandi og færa sér þá í nyt að gera þá oftar. Einstaklingur þarf að vera vel vakandi yfir eigin orku, ef álag eykst vegna nýrrar stöðu, verkefna eða annarra breytinga þá þarf sérstaklega að gæta þess að taka sér hvíldartíma, stunda reglulega hreyfingu og huga að næringu og svefni. Ennfremur eykur það líkur einstaklings á að njóta sín í starfi ef hann vinnur að því að gera starf sitt innihaldsríkara og þýðingarmeira til dæmis með því að aðstoða einhvern eða vinna að verkefnum sem tengjast áhuga eða ástríðu viðkomandi. Það að skrifa niður og setja sér markmið daglega og skrá hvað maður er þakklátur fyrir er samkvæmt rannsóknum talið geta aukið bjartsýni og stuðlað að bættri andlegri og líkamlegri heilsu.
Þrátt fyrir að við getum ekki alltaf valið vinnuna sjálfa þá getum við valið hvernig við vinnum vinnuna, þ.e.a.s þú hefur alltaf val um viðhorfið sem þú kemur með í vinnuna. Jákvætt viðhorf í vinnunni í garð samstarfsfélaga, smitar útfrá sér og gerir vinnnustaðinn að góðum stað til þess að vera á. Veldur þér viðhorf og gildi sem þú vilt vinna eftir og hagaðu þér samkvæmt þeim. Jákvæðar tilfinningar opna huga okkar og hjarta og gerir okkur meira skapandi og móttækilegri. Auk þess gera þær okkur kleift að uppgvötva og þróa ný tengsl, þekkingu, hæfileika og nýjar leiðir í tilverunni.
Af vef doktor.is