Rannsóknin sem um ræðir birtist í JAMA í september og var framkvæmd við Sun Yat-sen University í Kína. Í rannókninni er 40 mínútna útiveru bætt inní skóladag rúmlega 900 barna. Á sama hátt eru rúmlega 900 börn úr öðrum skólum skoðuð til viðmiðunar. Á þremur árum lækkaði nærsýni barnanna í skólunum þar sem útivera var aukin niður í 30,4%, samanborið við 39,5% nærsýnistilfella í viðmiðunarskólum.
Þessi marktæki munur gefur kenningum vísindamanna í Sydney og Ohio byr undir báða vængi. Aukin útivera í skólum, í þeim tilgangi að minnka líkur á nærsýni kemur sér að öllum líkindum vel fyrir alla krakka, aukin útivera er nefnilega ekki bara góð fyrir augun heldur líka sálina.
Grein af vef hvatinn.is