Starfssvið sjúkraþjálfara er mjög fjölbreytt. Markmiðið er fyrst og fremst að bæta líðan hvers og eins. Sjúkraþjálfarar meta, greina og meðhöndla vandamál sem koma upp í stoðkerfinu (beinum, vöðvum og liðamótum).
Við kynnum nýjan samstarfsaðila Heilsutorgs, Netsjúkraþjálfun.
Sjúkraþjálfarar
Starfssvið sjúkraþjálfara er mjög fjölbreytt. Markmiðið er fyrst og fremst að bæta líðan hvers og eins. Sjúkraþjálfarar meta, greina og meðhöndla vandamál sem koma upp í stoðkerfinu (beinum, vöðvum og liðamótum).
Hefðin í sjúkraþjálfun er sú að öll samskipti milli skjólstæðings og sjúkraþjálfara eru byggð á „hands on" meðferð, það er að segja að skjólstæðingur hittir sjúkraþjálfara og meðferð fer fram. Slík meðferð er hins vegar ekki alltaf nauðsynleg.
Hjá Netsjúkraþjálfun fær skjólstæðingurinn sérsniðna endurhæfingaáætlun sem hann vinnur upp á eigin spýtur undir handleiðslu sjúkraþjálfara.
Okkar starfsfólk eru útskrifaðir sjúkraþjálfarar frá Læknadeild Háskóla Íslands með fyrstu einkunn.
Sara Lind Brynjólfsdóttir
Menntun:
- BSc próf í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands vorið 2012.
Námskeið:
- Nálastungur hjá Magnúsi Ólafssyni 2012.
- Sahrmann. Skoðun og greining 2013.
- Kennaranámskeið í meðgöngusundi 2014.
Starfsferill:
- Sjúkraþjálfari í Gáska sjúkraþjálfun frá ágúst 2012.
- Sjúkraþjálfari hjá meistaraflokki karla í handbolta hjá Fram frá 2014.
- Sjúkraþjálfari hjá meistaraflokki kvenna í handbolta hjá íþróttafélaginu Fylki 2012-2013.
- Hóptímakennari hjá Árbæjarþreki 2011-2013.
- Hóptímakennari hjá Reebok Fitness 2012-2013.
- Sjúkraþjálfari á Heilsustofnuninni í Hveragerði sumarið 2012.
- Sjúkraþjálfari á Eir hjúkrunarheimili sumarið 2011.
Áhugasvið innan sjúkraþjálfunar:
Almenn sjúkraþjálfun, sjúkraþjálfun tengd meðgöngu og íþróttasjúkraþjálfun.
Daði Reynir Kristleifsson
Menntun:
- BSc próf í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands vorið 2012.
Námskeið:
- Nálastungur hjá Magnúsi Ólafssyni 2012.
- Sahrmann. Skoðun og greiningar 2013.
- Sahrmann. Mjóbak, mjöðm og hné 2013.
- Sahrmann. Öxl og háls 2014.
Starfsferill:
- Sjúkraþjálfari hjá Afl frá okt 2012.
- Ráðgjöf hjá Crossfit Reykjavík frá 2013.
- Sjúkraþjálfari Háfit háskólaþjálfunar frá 2013.
- Sjúkraþjálfari hjá MT stofan 2012.
- Sjúkraþjálfari á Hrafnistu Reykjavík 2010 til 2013.
Áhugasvið innan sjúkraþjálfunar:
Almenn sjúkraþjálfun, íþróttasjúkraþjálfun, öldrunarþjálfun og jafnvægisþjálfun.
Kíktu á síðuna þeirra HÉR.