Tognun á liðböndum, rifinn liðþófi, bólga í sinum og hlauparahné eru dæmi um ástæður fyrir verkjum í hnjám.
Tognun á liðböndum, rifinn liðþófi, bólga í sinum og hlauparahné eru dæmi um ástæður fyrir verkjum í hnjám.
Hnéliðurinn er flókinn liður og það er margt annað sem getur farið úrskeiðis:
- Bólga í slímbelg(bursitis) getur myndast yfir hnéliðnum ef erting verður á slímbelgnum. Það getur gerst við ofálag, fall og ef viðkomandi er mikið að krjúpa á hnjánum.
- Iliotibial band syndrome kemur t.d. vegna ofálags sem veldur bólgu og viðkomandi finnur verk utanvert í hné.
- Osgood – Schlatter er algengast meðal ungmenna. Veldur kúlumyndun og verkjum rétt neðan við hnéskel. Oftast er þetta vegna ofálags á sinina sem festist rétt neðan við hnéskel (tuberositas tibiae).
- Slitgigt er algeng ástæða verkja í hnjám hjá fólki yfir fimmtugt, bæði hjá íþróttamönnum og þeim sem ekki stunda íþróttir. Brjóskið í liðnum þynnist og eyðist. Liðpokinn bólgnar og vökvi í liðnum eykst.
- Patellofemoral pain syndrome er oft afleiðing af ójafnvægi í vöðvastyrk, stífleika og stöðu fótleggja. Algengt hjá ungum stúlkum.
- Patellar Tendonitis er afleiðing af bólgu í sinum sem umlykja hnéð. Ofálag getur gert það að verkum að sinar bólgna upp og valda verkjum. Dæmi um það er hopparahné (jumper’s knee).
Einnig getur stífleiki í nálægum liðum eins og td. mjöðm og ökklum haft áhrif á hnéliðinn. Þá eykst álagið á hnéliðinn sem getur valdið verkjum þar.
Mikilvægt er að meðhöndla orsökina þegar kemur að verkjum í hnjám sem getur m.a. verið líkamsstaða viðkomandi, líkamsbeiting, ofálag, stífleiki í aðlægum vöðvum og/eða vöðvaójafnvægi.
Þegar um er að ræða slit í hnélið að þá er einnig mikilvægt að styrkja vel vöðva í kringum hnéð til að minnka álagið á hnéliðinn sjálfan og þannig er hægt að halda verkjum í lágmarki.