Fara í efni

Sjúkraþjálfun & nudd

Ökkli

Ökklatognun

Við það að misstíga sig, þá skaðast liðbönd og bólga myndast. Kallast það ökklatognun af því að það tognar á liðböndum sem tengja saman ökklabeinin. Liðböndin verða aum viðkomu og oftast er verkur við að ganga. Með því að hlífa fætinum eins og hægt er fyrstu dagana, þá minnkar bólgan og verkurinn, og smám saman getur viðkomandi gengið óhaltur
Mjaðmaverkur

Miðja líkamans

Mjaðmagrindina má kalla miðju mannslíkamans. Það er alltaf einhver þungi á mjaðmagrindinni hvort sem við sitjum, stöndum eða liggjum.
Hásinarslit (Achilles tendon rupture)

Hásinarslit (Achilles tendon rupture)

Vandamál í hásin eru algeng samanborið við aðrar sinar líkamans en slit á hásin er hins vegar sjaldgæfara. Slit á hásin er algengara hjá körlum en konum.
Discus prolaps

Brjósklos

Brjósklos getur valdið miklum sársauka og gert fólk óvinnufært til lengri og skemmri tíma, það eru þó leiðir til bata án skurðaðgerðar.