Hunang hefur dásamleg áhrif á húðina. Og ekki nóg með það, heldur er hunang einnig sýklaeyðir og náttúrulegt sætuefni.
Ef þú hefur fengið þér einum of marga kokteila kvöldið áður þá geta nokkrar matskeiðar af hunangi bjargað timburmönnum. Hunang er pakkað af fructose sem hraðar á brennslu líkamans og bjargar deginum.
Græðir sár, rispur og brunasár. Þú þarft ekkert annað en gott hunang til að bera á svæðið.
Mýkir hálsbólgu og léttir á hósta. Blandaðu hunangi saman við ferskan sítrónusafa og drekktu. Þetta virkar vel.
Þurr húð? Hunang er frábært sem rakagefandi áburður, sérstaklega á mjög þurra húð og þurrkubletti, eins t.d olboga og hendur, jafnvel má bera það á varaþurrkinn. Berðu hunang á þá staði sem þarf, láttu það sitja í 30 mínútur og þvoðu svo af.
Góð næring í skemmt og þurrt hár. Hunang er frábær náttúruleg hárnæring. Þú setur einfaldlega teskeið af hunangi saman við sjampóið þitt til að mýkja skemmda lokka. Það má einnig blanda saman hunangi og ólífuolíu og nota sem djúpnæringu. Skellið í hárið, látið vera í í um 20 mínútur og skolið úr.
Slakandi og dásamlegt bað. Slakaðu á og láttu húðina drekka í sig hunangið. Settu 2 matskeiðar í 1 bolla af heitu vatni og láttu hunangið leysast upp. Settu 2-3 dropa af lavender olíu í baðvatnið ásamt hunanginu.
Fjarlægðu bólur. Þrjóskar bólur sem harðneita að fara eiga lítinn möguleika á að berjast gegn hunangi. Notaðu smávegis af hunangi daglega á þessar erfiðu bólur, settu plástur yfir og láttu liggja á í hálftíma.
Frábært andlitsbað. Blandaðu 2 teskeiðum af mjólk og 2 teskeiðum af hunangi saman. Berðu þetta á allt andlitið og láttu vera í 10 mínútur áður en þú þværð þér í framan.
Keyrðu upp orkuna. Stoppaðu að hella í þig kaffi. Fáðu þér frekar bolla af te með matskeið af hunangi.
Notaðu hunang í stað sykurs í baksturinn. Ef uppskrift segir 1 bolli af sykri notaðu þá ¾ bolla af hunangi í staðinn. Lækkaðu einnig hitann á ofninum um 25 gráður miða við það sem segir í uppskrift.
Það er einnig frábært að nota hunang, engifer eða sterkan pipar (chilly) í te. Ef þú ert með kvef þá ættir þú að prufa þennan drykk. Það má einnig nota turmeric.
Ef þig langar að fræðast um fleiri dásemdir hunangs, smelltu þá HÉR.
Heimild: care2.com