Ég meina, hvað er ekki gott við það að þurrbursta líkamann á morgnana?
Þú hugsar sennilega: Hvers vegna þarf ég að fara að bæta einhverju fleiru við morgun"verkin" þegar það er nóg annað sem þarf að gera klárt?
Veistu, að þessar auka 5 mínútur sem það tekur að þurrbursta líkamann eru sko vel þess virði.
Hugsaðu til baka þegar þú varst í líffræði tíma í skólanum (fyrir utan lokaprófið) og svaraðu þessum spurningum:
- Hvað er stærsta líffærið okkar?
- Hvað er mikilvægasta líffæri í líkamanum sem sér um að endurnýja sig daglega og það spilar stórt hlutverk í að afeitra líkamann?
- Hvaða líffæri notar þriðjung af öllu blóði í líkamanum?
- Og hvaða líffæri er það sem fær síðast næringu en er það fyrsta sem sýnir merki um ójafnvægi eða skort?
Já, svarið er húðin okkar!
Ávinningur þurrburstunar eru eftirfarandi:
- Hlustið konur (og karlmenn ef þið hafið áhuga á þessu) þurrburstun eykur blóðflæðið í húðinni og getur komið í veg fyrir appelsínuhúð. Appelsínuhúð er orsök eiturefna sem safnast saman í fitufrumum líkamans. Þannig að í stað þess að taka þá stóru ákvörðun eins og að fara í fitusog, hvað með að notfæra sér þurrburstun daglega. Með því ertu að hjálpa húðinni þinni að líta sem best út.
- Þurrburstun hjálpar þér að losna við dauðar húðfrumur og þar af leiðandi hvetur nýjar til að hefjast handa. Þetta gerir húðina mjúka og bjartari. Einnig, inngróin hár verða ekki lengur vandamál.
- Þurrburstun örvar taugakerfið með því að örva taugaendana í húðinni þess vegna er afar gott að þurrbursta líkamann.
- Þurrburstun örvar einnig vöðva og dreifir líkamsfitu á jafnan máta um líkamann.
- Þurrburstun hjálpar húðinni að drekka í sig næringu því þegar þú burstar húðina þá ertu einnig að losa stíflur.
- Þurrburstun strax á morgnana getur virkilega gert daginn þinn betri. Þar sem þú ert að gera þetta aðeins fyrir þig eldsnemma á morgnana að þá er hollur morgunverður næstur á dagsskrá. Hvers vegna eyðileggja vinnuna sem þú lagðir í að þurrbursta þig og fara svo að raða í þig óhollustu?
Hefur þú prufað að þurrbursta líkama þinn?
Góðu fréttirnar eru þær að þú þarft ekki að fara og borga heilan helling í spa meðferð. Þú gerir þetta bara heima við og það kostar þig ekkert nema þurrburstann sem þú þarft að fjárfesta í.
Leiðbeiningarnar eru einfaldar:
- Byrjaðu á þurri húð áður en þú ferð í sturtu.
- Burstaðu uppá við í hringi og svo lengri og mýkri strokur.
- Byrjaðu alltaf á ökklunum og burstaðu upp á við að hjartanu. Það skiptir málið að bursta alltaf í sömu átt.
- Bakið er eina undantekningin, burstaðu frá hálsi og niður bakið.
- Þegar þú ert búin með ökklana, byrjaðu þá á kálfum, lærum og síðan maga, baki og handleggi. Farðu varlega þar sem húðin er viðkvæm eins og á bringu og brjóstum. Aldrei þurrbursta húð sem er sólbrunnin.
- Skolaðu nú líkamann og vertu viss um að skola alla dauða húð í burtu.
- Byrjaðu á að hafa vatnið heitt og reyndu svo að smá kæla það niður til að ná betra blóðflæði í húðina.
- Eftir baðið eða sturtuna skaltu bera á þig gott body lotion.
Prufaðu 30 daga í röð og athugaðu hvort þú sjáir ekki mun.
Heimild: mindbodygreen.com