Ekki má gleyma þessu mánaðalega hjá okkur og þá virðast bólur vilja láta sjá sig hér og þar um andlitið.
Kort er kannski ekki rétta orðið þegar við erum að ræðum andlitið okkar, en samkvæmt óhefðbundnum Kínverskum læknisfræðum er hægt að lesa út úr bólum og útbrotum í andliti hvað er í gangi í líffærum þínum.
Segjum svo að þú fáir bólur um mitt ennið, þá er hægt að finna út hvaða líffæri er að gefa til kynna að þú þurfir að hugsa aðeins betur um fæðið þitt og lífsstíl. Ansi áhugavert ekki satt?
Samkvæmt kínverskum lækningum er þetta svæði tengt gallblöðrunni og lifrinni. Ef þú ert að fá tíð útbrot á þessu svæði ættir þú að borða minna af unnum kjötvörum og skyndibitafæði.
Það gætu einhverjar andvarpað núna, en þetta svæði gætir þú tengt við að drekka aðeins of mikið af alkóhóli ásamt reykingum og að vera á snarli seint á kvöldin. Minnkaðu þetta eða hættu og bættu við hreyfingu í líf þitt.
Það kemur á óvart að nefið tengist hjartanu og lungum. Til að sporna við bólunum sem spretta þarna upp er að minnka neyslu á sterkum mat (kryddi) kjöti og salti. Og hafa meira af grænmeti og ávöxtum sem eru full af góðri fitu eins og Omega 3 og 6 Ef þú ert stöðugt að fá bólur á nefið þá mæli ég með að þú látir athuga blóðþrýstingin og B-vítamín forðann hjá þér.
Í óhefðbundnum lækningum er mikið um hægri og vinstri. Ef þú ert að fá útbrot á vinstri vangann þá ættir þú að fá þér til dæmis melónu eða gúrku. Vinstri vanginn tengist lifrinni í þér og er hvað viðkvæmust seinnipart dags svo þú ættir að forðast öll átök síðla dags.
Hægri kinnin tengist lungunum og er mjög tengd sykrinum sem við neytum. Ef þú ert að fá stöðug útbrot á hægri kinn, taktu þá sykurinn út ásamt skyndibitum, sjáfarfangi og víni.
Ef þú ert að fá útbrot og bólur í kringum munninn þá ættir þú að skoða matarræðið hjá þér ansi vel. Munnurinn tengist þeim líffærum sem tengjast allri meltingu eins og þörmum og lifrinni. Þú verður að minnka alla neyslu á „spicy“ mat ásamt þeim sem er djúpsteikur. Neyttu frekar meira af trefjum, ávöxtum og grænmeti.
Ef þú ert stöðugt að fá útbrot á hökuna þá ættir þú að láta athuga hormónana hjá þér. Stress getur einnig átt stóran þátt á þessu svæði. Að drekka Spearmint te (ekki eins sterkt og piparminta) og taka inn Omega- 3 getur dregið úr þessum viðbrögðum líkamans ásamt að ræða við kvensjúkdóma lækninn þinn.
Ást og friður frá Brunei
Karólína
#heilsutorg #fegurð