Mynd: waxing-lasvegast.com
Góð þumalputtaregla er að taka augnblýant/plokkara og bera upp við ytri hluta nasavængsins. Þegar blýanturinn snýr beint upp, veistu hvar þú átt að láta augabrúnina byrja. Snúðu honum og settu yfir mitt augað, þar færðu út hvar hæsti hluti brúnarinnar á að vera. Taktu því næst blýantinn og tylltu við ytri enda augans en þá sérðu hvar augabrúnin endar. Gott er að merkja staðina ef þú ert byrjandi.
Fyrsta reglan er: Ekki taka of mikið. Byrjaðu frekar á því að plokka minna en meira af augabrúninni. Plokkaðu hárin í þá átt sem þau vaxa, ekki á móti. Til að byrja með getur verið mjög gott að leita til snyrtifræðings fyrir litun og halda því svo sjálf við inn á milli heima við, ef þú treystir þér til. Passaðu bara að vanda valið á stofu fara til manneskju sem þú treystir.