Ekki skrýtið enda vaða yfir markaðinn alls konar vörur sem allar eiga að vera súpergóðar. Flestar eiga þó sameiginlegt að vera betri en basic litað dagkrem sem virðist ætla að detta út af markaðnum á næstu árum. Litað dagkrem er, eins og nafnið gefur til kynna, rakakrem með lit í sem frískar aðeins upp á húðlitinn án þess að fela neitt.
BB krem (Beauty Balm, Blemish Base, Blemish Balm) hylur aðeins meira en venjulegt litað dagkrem og inniheldur yfirleitt andoxunarefni og sólarvörn til viðbótar við einhverja ofurkrafta sem eru mismunandi eftir merkjum. BB kremin eru léttari en farði en hylja betur en litað dagkrem.
CC krem (color correcting) eiga að vera léttari en BB krem og helsti eiginleiki þeirra er að jafna húðlit, draga úr roða og fölleika. Á meðan BB krem eru eins og léttur farði þá eru CC kremin enn léttari og meira fluffy.
DD kremin (Daily Defense) eru ný og spurning hvort þessi krem flokkist undir misheppnaða markaðstaktík. DD kremin virðast vera blanda af BB og CC og hafa afar litla sérstöðu. Utan USA er tilvitnunin DD oft notuð um mjög feit krem ætluð á t.d. olnboga og fætur svo þetta virðist allt frekar óheppilegt.
Í hnotskurn er þetta þannig að best er að velja CC krem ef þú þarft bara aðeins að fríska þig upp eða draga úr roða. Veldu BB krem ef þú vilt hylja aðeins meira en samt ekki fara í farða en DD kremin…. veit ekki alveg.