Hinsvegar ef þú ert að leita að ódýrri og náttúrulegri lausn við ýmsum húðvandamálum og vandamálum með hárlos þá ættir þú að skoða bifurolíuna vel.
Hægt er að nota bifurolíuna til að þykkja þunnar augabrúnir. Ef þú hefur sem dæmi plokkað þær of mikið. Notaðu pensil til að bera olíuna á augabrúnir, einnig á augnhárin en skelltu henni í hárið og nuddaðu hársvörðinn vel með olíunni í og leyfðu að ligga í hárinu í góðan tíma.
Bifurolía er rík af ricionleic sýru. Þessi sýra er mjög öflugt náttúrulegt bakteríudrepandi efni og tekur einnig á svepp, eins og húðsvepp. Með því að nota olíuna í hárið þá ertu að koma í veg fyrir að húðsveppur geti myndast í hársverði og komið þannig í veg fyrir almennilegan hárvöxt.
Bifurolían er einnig rík af omega – 9 fitusýrum en þessar sýrur næra bæði hárið og húðina.
Einnig gefur bifurolían mikinn glans á hár. Þú getur notað hana í endana á hárinu ef þú vilt fá smá glans og náttúrulega mýkt í hárið.
Margir lofa áhrif bifurolíu á ör og húðslit. Þessi olía mýkir ör sem eru áberandi og hörð því hún nær að komast vel inn í húðina.
Einnig er bifurolían afar góð á varirnar. Varir þurfa stöðuga vörn gegn sól og fleiru. Þó svo varir séu fljótar að endurnýja húðina þá eru þær fljótar að þorna og flagna ef þær verða of þurrar.
Viljir þú fræðast frekar um þessa olíu þá getur þú gert það HÉR.