Það er nú einu sinni þannig að þegar maður sér myndir af konum í bíkini þá eru þær nú oftast grannvaxnar með 0% fitu. En við vitum allar að þetta eina kortér sem við mögulega náum því á lífsleiðinni líður ansi hratt. Eigum við þá að hætta að klæða okkur í Bíkini ef við erum búnar að hlaða niður krökkum?
Ég rakst á dásamlegt bandarískt fyrirtæki á vefnum um daginn sem segir að maður geti verið fallegur í hvaða stærð sem er og að allar konur séu flottar á ströndinni. Fyrirtækið heitir Swimsuits for all. Fyrirtækið sérhæfir sig í að hanna sundföt á ALLA. Auglýsingaherferðin þeirra er æðisleg og sýnir fallegar konur í flottum sundfötum af öllum stærðum og gerðum.
Hér er myndband sem ég mæli með að þið horfið á:
Hendum nú 90-60-90 ímyndinni og elskum okkur eins og við erum því ég get sagt ykkur það að 0% fituprósentan er ekki lengur í tísku.
Nánar á vefsíðunni www.swimsuitsforall.com
Birt í samstarfi við
Tengt efni: