Það fyrsta er vel þekkt, en það er gufa. Sjóðið vatn í potti og setjið í skál, leyfið að rjúka aðeins úr því í smástund, setjið andlitið yfir og handklæði/viskustykki ofan á hausinn. Bíðið yfir skálinni í örfáar mínútur og leyfið húðinni að opna sig.
Það er hægt að gera margskonar skrúbba heima við en minn uppáhalds er búinn til eftirfarandi: 1-2 msk af ólívuolíu, 1 tsk af haframjöli og 1 tsk mulið Maldon sjávarsalt. Öllu blandað saman og nuddað á húðina. Passa að mylja sjávarsaltið vel ef það á að nota þetta á andlit vegna þess að það getur rispað húðina.Þetta djúphreinsar og fjarlægir dauðar húðfrumur.
1-2 msk AB mjólk og 1-2 tsk lyftiduft, ekkert flóknara! Nuddað á húðina, leyft að liggja á henni í 2-3 mínútur og hreinsað af. Veit um fátt heimatilbúið sem fjarlægir óhreinindi jafn vel og húðin á manni verður mýkri en allt.
Eggjahvítur . . . LESA MEIRA