Húðsjúkdómalæknirinn Dennis Gross, stofnandi 900 5th Dermatology í New York og eigandi Dr. Dennis Gross Skincare svarar þessari spurningu á mjög einfaldan hátt: Já, það er afar slæmt fyrir húðina að sofa með farða.
Í könnun sem gerð var yfir sumartímann kom í ljós að þriðjungur kvenna sofa með farða að minnstakosti tvisvar í viku. Gerir þú það, ertu að stífla svitaholurnar og þá kirtla sem framleiða olíu. "Þegar farði festist í svitaholunum líta þær út fyrir að vera stærri, það teygir einnig úr þeim og því miður þar sem kollagen í húðinni minnkar með aldrinum þá ganga stækkaðar svitaholur ekki til baka" segir Gross.
Ekki aðeins stíflar það svitaholurnar ef þú sleppir því að þrífa af þér farða, heldur getur það orsakað bólgur í andliti sem geta síðan valdið því að kollagenið í húðinni minnkar hraðar. En eins og flestir eiga að vita að þá er það kollagen sem heldur húðinni stinnri.
Húðin eldist hraðar ef þú hugsar ekki vel um hana svo það skiptir afar miklu máli að þvo sér í framan áður en farið er að sofa.
Ef þú ert of þreytt eftir ferðalag eða annað og bara hreinlega kemst ekki að vaskinum þá er gott ráð að hafa þurrkur sem hreinsa farða við rúmið. Þá getur þú teygt þig í þurrku og allavega þrifið það mesta af.
Grein fengin af womenshealtmag.com