Að senda skilaboð í sms-i er kannski ekki presónulegasta leiðin til að hafa samskipti við aðra einstaklinga, en þau gæti bjargað þér frá því að þurfa að berjast við nýjasta húðvandamál 21.aldarinnar: Farsímaútbrot/bólur.
Það er orðið þekkt vandamál í dag að einstaklingar fái bólur og útbrot á vangasvæðið, þar sem að farsíminn hvílir við húðina og vilja margir húðlæknar og snyrtifræðingar meina að þetta ástand megi rekja til þeirra baktería og óhreininda sem liggja á símanum, sem að síðan hafi slæm áhrif á húðina. Margir tala mikið í símann sinn og er síminn jafnvel vinnutæki margra og það sem þá gerist er að viðkomandi svitnar undan símanum og húðholur geta því stíflast á því húðsvæði. Einnig er þekkt að fitukirtlar stíflist á þessum svæðum sem verður til þess að dýpri sýkingar geta orðið í húðinni. Ef þú notar farða þá hefur þú kannsli tekið eftir því að farðinn “bráðnar” yfir á símann þinn?
Hvað er til ráða?
Þú skalt að sjálfsögðu ekki henda símanum þínum!
Það er að sjálfsögðu ekki allt sem að er á símanum þínum sem getur valdið því að húðin bregðist illa við, en ef að þú pressar símaum þétt upp að húðinni aukast líkurnar verulega.
Ef þú hefur átt við húðvandamál eins og exem eða ert með nikkel ofnæmi þá skaltu hafa það í huga að sumar símategundir innihalda nikkel (þó ekki iPhone).
Farsímasótthreinsitæki getur haldið símanum þínum hreinum með bakteríuheftandi uv-geislum.
Hvernig getur þú forðast það að fá farsíma útbrot/bólur?
Prufaðu að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:
1. Haltu símanum frá andlitinu á þér.
Notaðu handfrjálsan búnað sem liggur ekki upp við húðina í andlitinu.
Stilltu á hljóðbúnaðinn í símanum (speaker).
Eða haldu símanum örlítið frá húðinni. Því sjaldnar sem að síminn snertir húðina þeim mun betra.
2. Hreinsaðu húð þína.
Ef þú ert búin að tala í símann í 11-15 mínútur er gott að strjúka yfir húðina með mildu andlitsvatni eða hreinsiklút sem er ætlaður til hreinsunar á andliti (ekki “bossaklút”).
3. Þrífðu símann þinn.
Athugaðu hvort að farsíma söluaðilinn þinn hafi til sölu klúta sem eru ætlaðir til að fjarlægja óhreinindi og bakteríur án þess að skemma símann.
Ef hann á ekki til slíka klúta þá er hægt að kaupa milda sótthreinsiklúta í flestum apótekum sem ættu ekki að valda skaða.