Ef þú ert ekki með scoop and swoop á hreinu þá kanntu bara alls ekki að fara í brjóstahaldarann.
Scoop and swoop snýst um að allt brjóstið fari í haldarann en ekki bara partur af því og klessa svo restinni undir bandið. Það er ótrúlega algent að stelpur séu í of litlum brjóstahaldara einfaldlega af því þær kunna ekki að klæða sig í hann sem verður til þess að hluti brjóstvefsins þrýstist svo út til hliðanna sem skapar síður en svo eftirsóknarverðar bungur undir og yfir bandinu.
Aníta hjá Stelpa.is er með góð ráð handa okkur.
Ef þú ert ekki með scoop and swoop á hreinu þá kanntu bara alls ekki að fara í brjóstahaldarann.
Scoop and swoop snýst um að allt brjóstið fari í haldarann en ekki bara partur af því og klessa svo restinni undir bandið.
Það er ótrúlega algent að stelpur séu í of litlum brjóstahaldara einfaldlega af því þær kunna ekki að klæða sig í hann sem verður til þess að hluti brjóstvefsins þrýstist svo út til hliðanna sem skapar síður en svo eftirsóknarverðar bungur undir og yfir bandinu.
Þetta er ekki bara vandamál stóru brjóstanna eins og sést í videoinu. Það er algjörlega nauðsynlegt að klæða sig í haldarann á þennan hátt svo þú lúkkir sem best í haldaranum og líka svo þér líði sem best. Brjóstahaldarar eru ekki heimsins þægilegustu flíkur og ekki er á það bætandi að brjóstin sitji ekki á réttum stöðum.
Ertu með helminginn af brjóstunum á hliðunum?
Farðu í brjóstahaldarann og festu hann á þig. Hallaðu þér síðan fram, settu hendina undir brjóstahaldarann og dragðu allt brjóstið fram í skálina. Þegar þú reisir þig við eiga brjóstin að sitja föst og fara hvergi útfyrir haldarann. Ef bungur sjást einhvers staðar útfyrir haldarann þá ertu í of litlum haldara. Lagaðu svo spennuna á hlírunum ef þú þarft en það losnar alltaf aðeins um við hverja notkun og með tímanum slappast einnig á spennunni í teygjunni.
Scoop and swoop svo þú lúkkir og þér líði sem best.