„Ef vörin er lítil má stækka hana örlítið með blýanti og einnig má forma varirnar, því sumir eru með skakkar varir“, segir hún. Ragna segir að þegar varalitur sem er skrúfaður upp sé kominn niður á slétt, sé um þriðjungurinn af honum eftir í hulstrinu. Þannig þurfi konur að eiga varalitapensil til að geta notað allan varalitinn og setja hann á með penslinum.
Ragna segir mikilvægt að gleyma ekki munnvikunum þegar varaliturinn sé settur á. „Þetta eru ekki tvær lausar einingar. Efrivör og neðrivör sem þekkjast ekki neitt! Ekkert svoleiðis, þær eru tengdar með munnvikunum“.
Það er mjög gott að nota svokallaðan varalitastoppara. Hann er að sögn Rögnu borinn á, á undan bæði blýanti og varalit. Hann er settur í kantinn á vörunum og kemur í veg fyrir að liturinn renni út. . . LESA MEIRA