Eru varirnar á þér oft voða þurrar og sprungnar ?
Ég er með besta ráð í heimi við þessum leiðinlega kvilla.
Anna heiti ég og er ritstjóri Heilsutorgs og ég elska að vera með áberandi varaliti.
Til þess að geta verið með áberandi varaliti þá þurfa varirnar að vera mjúkar, sem sagt enginn þurrkur á þeim. Ef þú ert svo óheppin að vera með þurrar varir eða þurrka á vörum þá er hér mitt besta ráð til að losa varir við allan þurrk.
það er nefnilega svo gaman að skella á sig flottum rauðum, bleikum eða öðrum sterkum litum og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að varirnar séu þurrar og "krispí".
Ef þú ert að fara eitthvað flott út, t.d að borða eða bara í boð já eða brúðkaup og þú ert með sprungar varir útaf kulda þá skaltu gera þetta kvöldið áður.
Taktu Vaselín og notaðu kvöldið í að nudda varirna með vaselíninu. Þeim mun lengur sem þú gerir þetta, þeim mun mýkri eru varirnar og lausar við dautt skinn og þenna hvimleiða þurrk.
Svo skalltu skella slatta af Vaselíni á varir áður en þú ferð að sofa og ég lofa að morguninn eftir eru varirnar eins mjúkar og silki.
Ef þú átt gott ráð til að mýkja þurrar varir þá minni ég á Instagram síðuna okkar #heilsutorg