Við erum alltaf á höttunum eftir góðum bólutrixum og duttum niður á þessa snilld.
Það er ekkert leyndarmál að besta ráðið gegn fílapenslunum er að skrúbba húðina og ná þannig ysta húðlaginu af og fílapenslunum í leiðinni. Skrúbbkrem eru mörg hver ágæt en vanda þarf valið og forðast þau sem rispa húðina. Snyrtifræðingar segja einnig að galdurinn við góð skrúbbkrem sé ekki endilega kornin, þó þau geri sitt, heldur virku efnin sem eru í dýrari skrúbbkremum, s.s. ávaxtasýran.
Við erum alltaf á höttunum eftir góðum bólutrixum og duttum niður á þessa snilld.
Það er ekkert leyndarmál að besta ráðið gegn fílapenslunum er að skrúbba húðina og ná þannig ysta húðlaginu af og fílapenslunum í leiðinni.
Skrúbbkrem eru mörg hver ágæt en vanda þarf valið og forðast þau sem rispa húðina.
Snyrtifræðingar segja einnig að galdurinn við góð skrúbbkrem sé ekki endilega kornin, þó þau geri sitt, heldur virku efnin sem eru í dýrari skrúbbkremum, s.s. ávaxtasýran.
Það kom okkur á óvart hversu áhrifaríkt þetta snilldarráð er og við hvetjum ykkur til að prófa og kommenta hvernig ykkur gekk.
Fílapenslana burt á 5 mínútum með sítrónu
Snilldin á bakvið virknina hérna er ávaxtasýran í sítrónunni sem étur upp dauðar húðfrumur og losar þar með um fílapenslana. Hunangið vinnur líka sitt verk og dregur fram óhreinindi með sótthreinsandi eiginleikum sínum ásamt því að vinna á móti roða og bólgum í húð.
- Skerðu sítrónu í tvennt og settu svolítið af náttúrulegu hunangi í sárið. Tegund skiptir ekki máli svo lengi sem það er náttúrulegt og hreint.
- Nuddaðu andlitið með sítrónunni þannig að hunangið dreifist með og passaðu að fara ekki nálægt augnsvæði.
- Leyfðu þessu að vera á húðinni í 5 mínútur og hreinsaðu svo af með volgu vatni.
Þú ættir að sjá töluverðan mun og húðin ætti einnig að vera mýkri. Berðu gott rakakrem á þig og endurtaktu einu sinni í viku.
Tengt efni: