Flestum er annt um útlitið og þótt við þráum ekkert endilega að líta út eins og ofurfyrirsætur er ýmislegt sem við værum til í að laga.
Það bungar út hér og þar og stundum er erfitt að ná af sér fitu sem virðist svo föst að hún bifast ekki þrátt fyrir líkamsrækt og hollar matarvenjur. Margar aðferðir hafa verið reyndar í gegnum aldirnar til að verða grennri eða sýnast grennri. Fitusog er aðgerð þar sem fitan er soguð í burtu en því fylgir svæfing og viss áhætta. Nú er komin ný tækni þar sem fitufrumum er eytt á náttúrulegan hátt og er aðgerðin hættulítil og árangurinn varanlegur.
Hjá Útlitslækningu starfar Dr. Bolli Bjarnason húð- og kynsjúkdómalæknir en hann notar aðferð sem heitir kælifitueyðing en hún er viðurkennd í læknasamfélaginu. Kælifitueyðing, stundum kölluð fitufrysting, byggir á kælingu fitufruma niður í -5°C til +5°C en fitufrumurnar þola illa þetta hitastig og eru álitnar eyðast á náttúrulegan hátt. Upphaf rannsókna með kælifitueyðingu má rekja til húðlæknana Dr. Dieter Manstein og Dr. R.Rox Anderson á Harvard Medical School í Boston í Bandaríkjunum. „Ég hitti þá báða á læknanámskeiði í Harvard fyrir nokkrum árum en þá fóru þeir
nákvæmlega í gegnum þessa tækni sem beitt er víða í lýtahúðlækningum í heiminum. Ég hóf síðan þessa meðferð fyrir um 2-3 árum á Íslandi,“ segir Bolli.
Hann segir að hægt sé að beita kælifitueyðingu hvar sem er á líkamanum fyrir utan í andliti.
„Mér finnst hún koma að mestu gagni gegn fitufellingum, sérlega á kvið, mjöðmum og lærum sem hafa tilhneigingu til að haldast þrátt fyrir kjörþyngd.
Markmið meðferðanna er ekki að grennast heldur að minnka eða eyða fellingunum og endurmóta þannig líkamslínurnar. Ég beiti öðrum aðferðum sem mér finnst gagnast betur sé ekki um fellingar að ræða og einnig gegn appelsínuhúð,“ segir hann.
Bolli framkvæmir aðgerðina með sérstökum frostverndandi himnum sem er komið fyrir á húðinni yfir þeim fitufellingum sem á að meðhöndla. Þar næst eru meðferðarhausar settir yfir fellingarnar og létt sog sett á sem sýgur fellingarnar þétt inn í hausana. Í hausunum eru kæliplötur sem kæla húðina á meðan himnurnar vinna gegn því húðin sjálf frjósi. Yfirleitt eru tvö svæði meðhöndluð samtímis og tekur meðferðarskiptið um klukkustund.
Meðferðin veldur kuldatilfinningu þegar kælingin hefst sem hverfur síðan vegna deyfandi áhrifa kuldans. Hún er sársaukalaus . . . .LESA MEIRA