Þetta gerist vegna þess að fólk notar svitalyktareyðinn ekki á réttan hátt. Þetta sagði Brita S. Pukstad, húðlæknir, í samtali við Norska ríkisútvarpið. Hún segist alltaf spyrja sjúklinga, sem koma til hennar vegna svitavandamála, hvernig þeir noti svitalyktareyðinn. Hún segir að flestir noti hann á rangan hátt.
Hún segir að flestir setji hann á blauta eða óhreina húð og þá virki hann ekki. Einnig sé ekki sama hvar í handarkrikann svitalyktareyðirinn er settur.
Svitalyktareyðir fjarlægir yfirleitt bakteríur með alkóhóli og hylur svitalyktina með ilmvatni. Einnig innheldur hann efni sem stöðva svitaframleiðsluna. Flestir svitalyktareyðar innihalda alklóríð en það eru sölt sem fara inn í svitaholurnar og loka þeim tímabundið þannig að svitinn kemst ekki út. Ef fólk er ekki alveg þurrt eða hreint þegar svitalyktareyðirinn er borinn á þá ná þessi sölt ekki að komast inn í húðina og þar sem fólk byrjar strax að svitna færast söltin frá.
Pukstad segir að það sé því best að bera svitalyktareyði á sig á kvöldin og ráðleggur fólki að fara í sturtu á kvöldin og gæta þess að verða alveg þurrt áður en það setur svitalyktareyði á sig. Söltin þurfi að ná að virka áður en fólk byrjar að svitna. Þá segir hún að ekki megi bera svitalyktareyði á sár, nýrakaða húð eða útbrot.
Hún segir að fólk geti síðan þvegið handarkrikana næsta morgun, leifarnar af svitalyktareyðinum svo hann liggi ekki á húðinni og valdi pirringi. Hún segir að ef fólk gerir þetta daglega fari þetta að virka vel á líkamanna og þá sé hægt að fækka dögunum niður í 2-3 í viku þar sem svitalyktareyðir er notaður og margir losni alveg við svitavandamál og margir þurfi ekki að nota svitalyktareyði daglega.