Allar konur hafa átt slæman hárdag svo þær vita alveg hvaða áhrif hárið getur haft á útlitið. Þá daga er ekki óalgengt að konum finnist þær líta út fyrir að vera eldri en þær eru.
Þegar hárið er fallegt, glansandi, heilbrigt og vel klippt og snyrt getur það virkað sem vítamínsprauta fyrir sjálfstraustið. Það er staðreynd að við lítum svo miklu betur út þegar hárgreiðslan er í lagi.
Með aldrinum breytist hárið og þær vörur sem við erum vanar að nota þjóna jafnvel ekki sínum tilgangi lengur. Umhirða hársins kallar á nýjar áherslur og því er enn mikilvægara en áður að huga að því hvernig og hvaða vörur eru notaðar. Réttar hárvörur geta skipt sköpum og úrvalið hefur líklega aldrei verið meira en í dag.
Hægt er að fá vörur til að láta hárið virka þykkara, meira krullað, minna krullað, sléttara, meira glansandi og þar fram eftir götunum. Allar konur ættu því að geta fundið réttu efnin sem henta þeirra hári. Ef þú ert í vandræðum með að velja réttu vörurnar fáðu þá hárgreiðslumeistarann þinn til að hjálpa þér við það.
En það eru þó ekki eingöngu réttu hárvörurnar sem skipta máli því hvað þú lætur ofan í þig hefur ekki síður áhrif á hárið. Ytri fegurð byrjar nefnilega alltaf innan frá. Ef þú borðar endalaust ruslfæði þá hefur það áhrif á hárið, húðina og heilsuna. Hárið bregst á sama hátt og húðin og líkaminn við því sem þú borðar. Til að hárið sé fallegt og ræktarlegt þarfnast það ákveðinna næringarefna. Hárlos getur til dæmis stafað af járnskorti og B-vítamín skorti.
Það þýðir því lítið að kvarta yfir því að hárið sé ómögulegt ef þú gefur því ekki réttu fæðuna til þess að það geti verið í góðu ástandi.
Vatn – að drekka nóg af vatni til að hjálpa meltingunni, léleg melting leiðir af sér að hárið verður feitt og líflaust.
Að taka inn Omega-3 fitusýrur og lýsi. Grænt te – fullt af andoxunarefnum og getur hjálpað til við þykkt og
glans.
Að borða nóg af fersku grænmeti.
Að borða nóg af ávöxtum.
Að borða heilkornavörur.
Að borða möndlur, döðlur og fíkjur. . . LESA MEIRA