Hérna eru nokkur góð ráð hvernig þú passar upp á hárið þannig að það sé heilbrigt og glansandi.
Ef þú mögulega getur, ekki þvo á þér hárið daglega. Að þvo hárið daglega skemmir náttúrulegu olíurnar sem að hárið býr yfir.
- Nuddaðu hársvörðinn með sjampói, ekki með hárnæringu. Þetta skal gera í um 40 sekúndur áður en þú skolar. Ef þú ert með feitt hár þá endurtekur þú þetta. Þegar þú nuddar hársvörðinn ofaná þá ertu að örva blóðrásina og koma í veg fyrir flösu.
Settu núna hárnæringu í lófann og nuddaðu henni í hárið, byrjaðu frá endunum og færðu þig síðan upp að hárrótinni. Hárnæring má vera í hári í 5 mínútur áður en þú skolar.
Reyndu að nota eins kalt vatn og þú þolir þegar þú skolar á þér hárið. Þetta innsiglar hárið og lokar inni raka sem er nauðsynlegur til að hárið glansi.
- Þurrkaðu hárið á þér varlega. Hárþurrkur geta verið betri kostur en að láta hárið þorna sjálft. En aðeins ef þú notar hárþurrkuna rétt.
Þegar þú þurrkar á þér hárið með hárþurrku skaltu hafa hana stillta á kalt og halda henni ekki of nálægt hárinu. Ef að hárþurrkan er of nálægt hárinu að þá hitnar hárið of mikið og það er alls ekki gott fyrir heilbrigði hárs.
Helst á einnig að forðast að rúlla hárinu upp í handklæði eftir þvott. Blautt hár er mjög brothætt.
Alltaf skal nota hitavörn í hárið áður en þú blæst það, krullar eða sléttir.
- Forðastu að bursta hárið á meðan það er blautt. Þegar hárið er blautt þá er það teygjanlegt og á það til að brotna. Annað, ekki bursta hárið á þér of oft. Oft er sagt, bursta 100 sinnum á dag til að hárið glansi – en raunveruleikinn er sá að ef þú gerðir það þá myndi hárið á þér brotna frekar.
Þegar þú burstar á þér hárið, reyndu að nota nota hárbursta sem er með náttúrulegum hárum. Ef þú þarft að greiða í gegnum blautt hárið, notaðu þá greiðu sem er mjög gróf.
- Dekraðu við hárið á þér stöku sinnum. Settu djúpnæringu í hárið á þér stöku sinnum. Einnig er afar gott að nota vörur eins og olífuolíu, argan olíu, avocado olíu og kókósolíu, þetta eru allt olíur sem má hafa í hárinu í 30 mínútur og skola svo úr. Argan olían má hinsvegar vera í hárinu án þess að hún sé skoluð úr.
- Farðu varlega í hárvörur eins og hársprey og fleiri. Efnisem eiga að móta hárið geta þurrkað upp hársvörðinn. Reyndu að forðast að nota þau efni eins oft og þú getur.
- Borðaðu hollan mat sem gerir hárið sterkt og gljáandi. Mataræðið skiptir miklu máli, lélegt mataræði getur orskað hárlos. Omega-3 er afar gott fyrir hár, húð og neglur. Reyndu að neyta matar sem að er ríkur í þessum fitum. Má þar nefna lax, túnfisk og annan feitan fisk. Einnig er hörfræolía afar góð, valhnetur, möndlur og mjólk. Vitamin eins og B-6 og B-12 ásamt fólín sýru eru mikilvæg fyrir hárið. Og það sama má segja um prótein.
Sendu okkur myndir á Instagram #heilsutorg