Grundvallaratriðið er ítarleg Fóthirða með stóru F-i. Ekki dugar nefnilega alltaf að klippa bara neglur og naglalakka, sigg á hælum gleymist því miður oft þegar farið er í opna skó og það er allt annað en fallegt. Ítarleg fóthirða felur í sér rétt klipptar neglur, naglahreinsun (og þynning ef með þarf), meðferð á siggi á hælum og öðrum álags- og núningssvæðum, meðhöndlun á líkþornum eða öðrum fótameinum, auk ráðgjafar um það sem betur mætti fara, t.d. kremnotkun og hlífðarmeðferðir. Aðeins fótaaðgerðafræðingar geta veitt þessa þjónustu.
Fyrir sumarið mæli ég með vönduðu rakagefandi fótakremi fyrir alla venjulega húð, en blöndaðu fótakremi (fita og raki) fyrir mjög þurra húð og sprungna hæla. Í síðara tilfellinu get ég með góðri samvisku mælt með íslenskri framleiðslu sem unnin er úr sjávarfangi og Omega 3 fitusýrum:" Footguard" frá Keresis.
Hins vegar vil ég hér fá að vara alvarlega við "töfralausnum" sem nú eru á markaðinum (ýmist í formi sokka eða krema) sem eiga að fjarlægja SIGG á "no time"!!
Þessar vörur eru í besta falli einskis nýtar og í versta falli stórhættulegar. Þær fjarlægja ekki sigg heldur einungis dauðar húðfrumur (sem hægt er að fjarlægja með grófum húðhanska eða skrúbb-kremi), en hins vegar húðfletta þær notandann, þ.e. fjarlægja efsta lag húðarinnar þar sem hún er þynnst. Fyrir fólk með sykursýki og aðra með trega blóðrðás í fótum getur svona "töfralausn" endað með ósköpum. Það er með ólíkindum að apótek hér á landi skuli selja vörur af þessu tagi, án viðvörunar.
Eftir að hafa séð viðskiptavin með sykursýki, húðflettan og með opin sár á iljum eftir svona "töfralausn", kvartaði ég við hjúkrunarfæðing tiltekins apóteks og lét hún um leið fjarlægja þessar vörur úr verslununum. Hún skildi alvarleikann.
Því miður er fátt til ráða hér. Eðli málsins samkvæmt verður álagið mest á tábergið þegar gengið er á háum hælum. Freistandi væri að segja að dempandi og mjúk innlegg myndu bæta líðanina, en í þröngum, hælaháum skóm er lítið pláss fyrir þau. Semsé: nauðsynlegt er að minnka aðeins notkun hárra hæla, enda eru svo rosalega margir flottir flatbotna skór í boði...! En að öllu gamni slepptu, þá fást þunnir gelpúðar, sem settir eru í skóna yfir tábergssvæðið og geta þeir vissulega létt aðeins á. En þarna er eingin "töfralausn" í boði!
Ef um tábergssig er að ræða þá virkar ekki tábergsleiðrétting í hælaskóm, hvorki með innleggjum né stökum tábergspúðum, ef hælhæðin er orðin allt að þremur cm hærri en tábergsstaðan. En tábergs-gelpúðarnir geta létt á þar líka.
Það fer vissulega eftir ástandi fótanna. Sumir þurfa að koma reglulega en aðrir sjaldnar. Varðandi þá síðarnefndu þá er það naglaklipping reglulega, raspa siggið tvisvar í viku og nota fótakrem.
Fyrir göngufólk og hlaupara fæst sérstakt krem í apótekum sem ver fæturna gegn blöðrum og ýmsar aðrar varnir gegn húð- og naglavandamálum.
Við hlaup, boltaíþróttir og fjallgöngu verður óvenju mikið álag og áreiti á tær og táneglur, einfaldlega af því við þurfum að ganga í skóm. Ef við værum enn í Eden og gengjum berfætt úti á engjum eða í flæðarmáli þá væru fá fótavandamál til.
En hvað varðar naglamissi: Ef blæðing og mar nær yfir alla nöglina þá dettur hún yfirleitt af - og ekki hjálpa til í því ferli. Fyrirbyggjandi aðgerðir varðandi neglur eru ýmis konar táhlífar sem henta sumum en ekki öllum því tástaða fólks er mismunandi. Mikilvægt er þó að fá meðhöndlun og ráð frá fótaaðgerðafræðingi þegar ný nögl er rétt farin að vaxa fram, svo hún verði sem heilbrigðust.
Best er að láta blöðrur í friði, til að forðast sýkingar. Blöðrur hafa sinn tíma og jafna sig - heil húð myndast undir henni.
Þessir plástrar hafa reynst vel, bæði í neyðartilfellum og ekki síður í fyrirbyggjandi tilgangi. Þeir halda vel að og "anda" þokkalega. Hvet alla sem ætla í lengri ferðir á fótum að hafa með sér "second skin" plástra sem duga fyrir ýmsa hluta fótanna, ekki bara tá eða hæl. Þó ekki væri nema til vonar og vara, því ferðin er ónýt ef fæturnir klikka.
Fótaaðgerð og ráðgjöf : kr. 7.900 - 8.400
Smáaðgerðir: kr. 4.400 - 4.900
Endurkomur vegna smáaðgerða: kr. 3.000 - 3.400
Sílikonmeðferð vegna táskekkju: kr. 4.900 - 5.900
Fót -og göngugreining ásamt ráðgjöf: kr. 7.900
Styttri fótaskoðun, greining og ráðgjöf: kr. 5.900
Uppbygging innleggja vegna fótskekkju er frá kr. 5.400
Tábergspúðar, mæling og ísetning: kr. 4.400