Fjöldi fitukirtla í húðinni og hæfnin til að halda húðinni mjúkri minnkar með aldrinum. Fituinnihald efri hluta húðarinnar virðist hafa mest að segja um hæfni hennar til að halda í sér raka og vera vörn gegn umhverfinu.
Erfðir skipta einnig máli; ef þurr húð er algeng í fjölskyldunni kemur ekki á óvart að húð fjölskyldumeðlimsins er þurr eða verður það. Þegar verst lætur getur húðin líkst fiskhreistri (Ichtyosis).
Sífelldir þvottar með vatni og sápu, þurrt og heitt inniloft, vetrarveður, ástundun sólbaða í stórum stíl og aðrir þættir í umhverfinu geta þurrkað húðina.
Ef þurr húð er þér ásköpuð er engin ástæða til að gera vont verra. Fylgið ráðunum hér að neðan.
Fyrst og fremst að nota rakakrem og feit krem. Það er óþarfi að fjárfesta í dýrum ilmkremum. Hægt er að ræða það við lækni um hvort hann eigi prufur af kremum. Prófa sig áfram og finna út hvaða krem á best við.
Á sumrin er yfirleitt best að notast við þunnfljótandi rakakrem, en á veturna eru feitari krem hentugri.
Ef húðþurrkurinn er á háu stigi getur komið til greina að fá hjá lækni eða húðlækni, til skammtímanota krem með bólgueyðandi hormóni, til að nota ásamt venjulega kreminu.
Ef kláðinn heldur vöku fyrir viðkomandi getur læknirinn gefið kláðastillandi og antihistamín.
Doktor.is
Tengt efni:
Uppáhalds hráefni Valdísar Ólífuolía góð fyrir hjartað og langvarandi bólgur Hunang – fullkomið fyrir húð og hár 10 ráð til að viðhalda heilbrigðri húð Afhverju ættir þú að þurrbursta líkamann?