Þær eru plokkaðar, vaxaðar og mótaðar eftir okkar smekk. Flest okkar vita samt ekki hvers vegna við erum með þessar sveignu boga af hári á enninu.
Hvaða tilgangi þjóna augabrúnirnar okkur?
Þið getið hætt að reyna að finna það út, því hérna eru skemmtilegar staðreyndir um augabrúnir. Þú átt eftir að hugsa um þínar á annan hátt en áður eftir þessa lesningu.
- Þær eru hannaðar til þess að hjálpa okkur að sjá.
Það sem augabrúnir gera (fyrir utan að láta okkur líta fabulous vel út) er að þær halda raka frá augunum þegar það er rigning eða þegar við svitnum. Þær eru bogadregnar til þess að vökvinn renni niður sitt hvoru megin við hvort auga.
- Það eru ótrúlega mörg hár í hverri brún.
Á venjulegri manneskju eru um 250 hár á hvorri augabrún. En þau geta verið fleiri og jafnvel eins mörg og 1.100 stk á hvorri brún. Það eru loðnar augabrúnir!
-Augabrúnir hafa lífstíma.
Lífstími augabrúna er um fjórir mánuðir. Það þýðir að það fyrir hvert hár sem dettur af tekur fjóra mánuði fyrir nýtt að fylla skarðið.
-Augabrúnir stjórnast af hljóði.. þannig séð.
Augabrúnir hjálpa okkur að sýna tilfinningar okkar en þær eru einnig á "autopilot", þegar þú hækkar röddina að þá rísa augabrúnirnar með. Þú brosir með þeim, þú verður hissa með þeim og flest önnur svipbrigði á andlitinu tengjast augabrúnum.
- Við erum ekki fyrst til þess að snyrta á okkur augabrúnirnar.
Þegar við plokkum og snyrtum brúnirnar okkar að þá erum við í raun að taka þátt í afar langri sögu af andlitsfegrunar aðferðum. T.d á tímum Renaissance í Flórens að þá rökuðu allir af sér augabrúnirnar. Á 18. öld í Bandaríkjunum var þeim leyft að vaxa án snyrtingar.
-Augabrúnirnar á þér segja meira um þig en þig grunar.
Samkvæmt bókinni Amazing Face Reading eftir Mac Fuller að þá segir það til um hver þú ert miðað við hvernig þínar augabrúnir eru mótaðar.
Ef þú vilt lesa meiri fróðleik um augabrúnir að þá eru heimildir fengnar af womenshealtmag.com